Viðskipti innlent

Bein útsending: Úthlutanir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Ingi og Þórdís Kolbrún munu kynna úthlutanir styrkja á fundinum.
Guðmundur Ingi og Þórdís Kolbrún munu kynna úthlutanir styrkja á fundinum. Stjórnarráðið

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar, og nýsköpunarráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra munu kynna úthlutun ársins 2021 úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og Landsáætlun um uppbyggingu innviða á sameiginlegum fundi klukkan 13:30.

Viðstaddir verða fulltrúar þeirra verkefna sem fá hæsta styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum sem kynnir uppbyggingu innviða innan þjóðgarðsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×