Erlent

Enn víða raf­magns­laust í snævi þaktri Aþenu

Atli Ísleifsson skrifar
Grikkir eru allt annað en vanir slíkri snjókomu sem hefur fallið síðustu daga.
Grikkir eru allt annað en vanir slíkri snjókomu sem hefur fallið síðustu daga. EPA

Þúsundir heimila í grísku höfuðborginni Aþenu búa enn við rafmagnsleysi eftir snjóveður vikunnar. Sífellt fleiri gagnrýna nú ríkisstjórn landsins vegna málsins.

Ríkisrekin orkufyrirtæki unnu enn að því í morgun að koma á rafmagni til um 3.500 heimila í hverfum í norðurhluta Aþenu. Ástandið er verst í hverfinu Dionysos þar sem búið er að lýsa yfir neyðarástandi.

„Enginn fer heim áður en búið er að koma á rafmagni á öllum heimilum,“ sagði forsætisráðherrann Kyriakos Mitsotakis í gær.

Dagblaðið Efsyn, sem er vinstrisinnað, skrifar í morgun að loforð Mitsotakis séu „rituð í snjó“. Gagnrýni hefur sömuleiðis komið frá hægri, en Íhaldsmaðurinn Stefanos Manos, fyrrverandi fjármálaráðherra landsins, hefur skotið fast á ríkisstjórnina sem hann sakar um aðgerðaleysi. Heimili Manos hefur verið án rafmagns í þrjá sólarhringa.

Kuldakastið sem herjað hefur á Grikkland síðastu daga hefur leitt til versta óveðurs í landinu í áratugi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×