Erlent

Kínversk yfirvöld ráðleggja flugþjónum að ganga með bleyju

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það er spurning hvort farþegar ættu líka að fara að ráðum kínverskra yfirvalda..
Það er spurning hvort farþegar ættu líka að fara að ráðum kínverskra yfirvalda.. Pexels/Marcus Winkler

Síðustu misseri hafa menn leitað ýmissa leiða til að efla sýkingavarnir og draga úr smithættu en ef einhverjum hefur þótt nóg um þá ættu þeir að kynna sér nýjar ráðleggingar kínverskra flugmálayfirvalda til starfsfólks í fluggeiranum.

Í viðmiðunum er meðal annars fjallað um hvernig best er að huga að hreinlæti um borð í flugvélum og í flugstöðvum.

Þar er lagt til að starfsmenn á borð við flugþjóna gangi með bleyjur til að þurfa ekki að nota salernið um borð.

Mælt er með því að flugáhafnir sem fljúga til hááhættusvæða gangi með grímur, tveggja laga einnnota hanska, hlífðargleraugu, einnota höfuðfat, einnnota hlífðarfatnað og einnota skóhlífar.

Í næstu setningu segir svo:

„Mælt er með því að áhöfn gangi með einnota bleyjur og forðist að nota salernisaðstöðuna nema í undantekningartilvikum, til að forðast smithættu.“

Hreinlæti á flugvélasalernum hefur löngum verið til umræðu og unnið er að hönnun ýmissa lausna hvað það varðar. 

Þangað til eru bleyjur vissulega ein lausn.

CNN sagði frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×