Enski boltinn

Neville: Nornaveiðar í gangi til að koma Ole Gunnari úr starfinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær hefur verið knattspyrnustjóri Manchester United í næstum því tvö ár.
Ole Gunnar Solskjær hefur verið knattspyrnustjóri Manchester United í næstum því tvö ár. Getty/Ash Donelon

Phil Neville finnst Norðmaðurnn Ole Gunnar Solskjær fá of harða gagnrýni en knattspyrnustjóri Manchester United þykir nú valtur í sessi eftir að United féll út úr Meistaradeildinni í gær.

Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni og getur nú byrjað að undirbúa sig fyrir Evrópudeildarleiki á fimmtudögum eftir áramót. Liðið fékk á sig tvö mörk á upphafsmínútum leiksins og tapaði 3-2 á móti RB Leipzig í leik þar sem liðinu nægði jafntefli.

Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, kom Ole Gunnari til varnar eftir leikinn og vill ekki að Norðmaðurinn missi starfið sitt á Old Trafford.

„Það virðist vera þannig að um leið og United tapar þá sé stórslys í gangi. Þetta var ekki stórslys í kvöld en úrslitin voru vonbrigði því United vildi komast í sextán liða úrslitin,“ sagði Phil Neville í útvarpsþættinum BBC 5 Live sport.

„Manchester United lið með betri knattspyrnustjóra en Ole Gunnar Solskjær, eins og Sir Alex Ferguson, hafa dottið út úr Meistaradeildinni á þessu stigi áður. Þetta hefur gerst áður,“ sagði Neville.

„Það eru stjórar í ensku úrvalsdeildinni með betra orðspor en Solskjær sem eru fyrir neðan hann í töflunni og þeir fá ekki þá ósanngjörnu gagnrýni sem Ole Gunnar Solskjær fær,“ sagði Neville.

„Liðið hans Ole Gunnars virðist líka oft standa sig vel á stóru mómentunum og ég held að leikurinn á laugardaginn sé slíkt tækifæri fyrir stjórann og leikmennina líka,“ sagði Neville. Framundan er leikur Manchester liðanna í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.

„Þeir spiluðu mjög illa fyrsta hálftímann og var refsað í riðli sem var mjög mjög erfiður. Þeir eru núna komnir í Evrópudeildina og verða að vinna hana,“ sagði Neville.

Neville segir að umræðan um Solskjær utan Old Trafford sé allt önnur en sú sem ræður för innan félagsins.

„Það er allt aðra sögu að segja af því sem í gangi innan félagsins en utan þess. Það lítur út fyrir að það séu hreinlega bara nornaveiðar í gangi út í samfélaginu til að koma Ole Gunnari úr starfinu,“ sagði Phil Neville eins og heyra má hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×