Handbolti

Ómar fór á kostum og var marka­hæstur Ís­lendinganna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ómar Ingi fagnar marki fyrr á leiktíðinni en hann lék á alls oddi í dag.
Ómar Ingi fagnar marki fyrr á leiktíðinni en hann lék á alls oddi í dag. Uwe Anspach/Getty

Ómar Ingi Magnússon skoraði níu mörk í dag. Enginn Íslendingur skoraði fleiri mörk í úrvalsdeildinni í dag.

Ómar Ingi Magnússon var markahæstur Íslendinganna sem spiluðu í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag en margir þeirra spiluðu í dag.

Ómar Ingi skoraði níu mörk er Magdeburg vann nauman sigur á Lemgo, 30-28. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú mörk en Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk fyrir Lemgo.

Lemgo er í 11. sætinu en Magdeburg er í því tólfta.

Viggó Kristjánsson skoraði sjö mörk fyrir Stuttgart er liðið tapaði 30-25 fyrir Wetzlar. Stuttgart er í fimmta sætinu.

Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk fyrir Göppingen er liðið tapaði fyrir Flensburg með sjö mörkum, 30-23. Flensburg var 16-10 yfir í hálfleik en Göppingen er i 8. sætinu.

Oddur Grétarsson skoraði þrjú mörk fyrir Balingen er liðið vann fjögurra marka sigur á Hannover-Burgdorf, 29-25. Balingen komið upp í 15. sætið.

Alexander Petersson komst ekki á blað er Rhein Neckar Löwen vann 29-24 sigur á Nordhorn-Lingen. Ljónin eru jöfn Kiel á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×