Fótbolti

Breysku fótboltasnillingarnir létust sama dag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Diego Maradona og George Best létust sama dag, 25. nóvember.
Diego Maradona og George Best létust sama dag, 25. nóvember. vísir/getty

Fótboltasnillingarnir Diego Maradona og George Best létust á sama degi, 25. nóvember.

Tuttugastiogfimmti nóvember er svartur dagur í sögu fótboltans en þá létust tveir af bestu leikmönnum allra tíma, Diego Maradona og George Best.

Maradona lést á heimili sínu í Tigre í Búenos Aíres í gær, sextugur að aldri. Hann féll frá á sama degi og Best árið 2005. Norður-Írinn var þá 59 ára.

Maradona og Best eru tveir af hæfileikaríkustu leikmönnum fótboltasögunnar og náðu ótrúlegum hæðum inni á vellinum.

Þeir voru hins vegar báðir breyskir, áttu í vandræðum utan vallar og lentu í klóm fíknarinnar.

Þess má einnig geta að góðvinur Maradonas, Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu, lést einnig 25. nóvember 2016, þá níræður að aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×