Sport

Wilder og Fury fullkomna þríleikinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fury tók Wilder í bakaríið er þeir mættust á dögunum.
Fury tók Wilder í bakaríið er þeir mættust á dögunum. Vísir/Getty

Ljóst er að Deontay Wilder og Tyson Fury munu mætast í þriðja sinn í hringnum eftir að Wilder nýtti sér ákvæði í samningi þeirra frá síðasta bardaga til að skora á Fury.

Wilder nýtti sér samfélagsmiðilinn Twitter til að skora á hinn Fury en þeir hafa nú mæst tvívegis í baráttu um heimsmeistaratitilinn í þungavigt. Breski sprelligosinn Fury vann Wilder í síðustu viðureign þar sem þjálfarateymi Wilder kastaði inn handklæðinu í 7. lotu eftir að hann virtist hafa fengið heilahristing. 

Sjá einnig: Fury sýndi snilli sína gegn Wilder

Þó Wilder hafi verið einkar ósáttur með þá ákvörðun hefur hann ákveðið að halda þjálfarateymi sínu.

Fury, sem er aðeins 32 ára, hefur barist við þunglyndi og eiturlyfjafíkn undanfarin misseri. Hann virðist hafa unnið bug á þeim djöflum en hinn 34 ára gamli Wilder átti aldrei roð í Bretann í bardaga þeirra á dögunum.

Fyrsta bardaga þeirra félaga lauk með jafntefli í desember 2018. Fyrir síðustu rimmu talaði Wilder niður til Fury og gerði lítið úr þunglyndi hans sem og að hann hefði íhugað sjálfsvíg. Það virðist hafa kveikt eld í iðrum Fury sem eins og áður sagði vann örugglega. 

Því miður fá unnendur hnefaleika ekki al-breskan draumatitilbardaga en reiknað var með því að Fury og Anthony Joshua myndu mætast eftir að Fury náði beltinu af Wilder. Nú þarf Fury hins vegar að rota Wilder aftur svo við getum fengið baráttuna um Bretland.

Sjá einnig: „Yrði stærsti íþróttaviðburður á Bretlandi frá úrslitaleik HM 1966“

Talið er að þeir Fury og Wilder loki þríleiknum í sumar. 

 
 
 
View this post on Instagram

Been an amazing comeback over the last 2 years. Thank you for the support.

A post shared by Tyson Fury (@gypsyking101) on Feb 29, 2020 at 8:53am PST

Box

Tengdar fréttir

Fury stýrði fjöldasöng eftir sjö lotu bardaga

Tyson Fury hefur á sínum ferli unnið alla stóru titlana í þungavigt eftir að hann vann WBC-titilinn af Deontay Wilder í Las Vegas um helgina með tæknilegu rothöggi í sjöundu lotu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×