Erlent

Kórónuveiran raskar björgun hvítra nashyrninga

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Hin þrítuga Najin sést hér vinstra megin, nítján ára Fatu hægra megin. Þær virðast nokkuð hrifnar af gulrótum.
Hin þrítuga Najin sést hér vinstra megin, nítján ára Fatu hægra megin. Þær virðast nokkuð hrifnar af gulrótum. AP/Ben Curtis

Ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar hafa tafið björgun hvíta nashyrningastofnsins. Einungis tvö dýr eru eftir í heiminum. Það eru mæðgurnar Najin og Fatu.

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því að endurlífga stofninn með tæknifrjóvgun og staðgöngumæðrun en hvorki Najin né Fatu getur gengið með afkvæmi.

Richard Vigne er yfirmaður athvarfsins þar sem mæðgurnar búa. Hann segir kórónuveiruna nú setja strik í reikninginn.

„Veiran hefur tafið þetta ferli líkt og allt annað. Það er að segja söfnun eggja sem og þróun aðferða til þess að koma eggjunum fyrir í kvendýrum af syðra afbrigðinu,“ sagði Vigne við AP.

Ástæðan fyrir hruni stofnsins er einna helst ofveiðar. Undanfarna áratugi hafa veiðiþjófar drepið fjölda dýra til þess að geta síðan selt hornin. Þessi horn hafa einna hlest verið notuð sem skrautmunir eða til hefðbundinna kínverskra lækninga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×