Innlent

Þurfti að kalla út dráttarbíl í tvígang

Sylvía Hall skrifar
Strætó hefur þurft að fella niður ferðir vegna veðurs og verður ekki keyrt um Úlfarsárdal fyrr en annað verður tilkynnt.
Strætó hefur þurft að fella niður ferðir vegna veðurs og verður ekki keyrt um Úlfarsárdal fyrr en annað verður tilkynnt. Vísir/vilhelm

Öllum akstri Strætó á landsbyggðinni hefur verið aflýst vegna veðurs og mun leið 18 ekki aka um Úlfarsárdal fyrr en færð skánar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó.

Ákveðið var að leið 18 myndi ekki aka áfram um Úlfarsárdal eftir að vagnstjórar lentu í töluverðum vandræðum í hverfinu. Þurfti að kalla út dráttarbíl í tvígang til þess að aðstoða vagna sem festu sig.

Leiðin mun aka hjáleið um víkurveg og Reynisvatnsveg á leið sinni til og frá Spönginni að því er fram kemur í tilkynningunni.

Appelsínugular hríðarviðvaranir eru í gildi um mest allt land en gul viðvörun er á höfuðborgarsvæðinu. Mikil snjókoma er víða á landinu og er spáð stormi eða roki í dag. Það er því lítið ferðaveður á landinu, enda hefur fólk verið hvatt til þess að halda sig heima.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×