Erlent

Fleiri teknir í gíslingu af sjóræningjum undan ströndum Afríku

Samúel Karl Ólason skrifar
Franskir hermenn fylgja fraktskipið út af Sómalíu. Aukið eftirlit við austurströnd Afríku hefur dregið mikið úr sjóráni þar. Á meðan hefur hættan aukist á vesturströndinni.
Franskir hermenn fylgja fraktskipið út af Sómalíu. Aukið eftirlit við austurströnd Afríku hefur dregið mikið úr sjóráni þar. Á meðan hefur hættan aukist á vesturströndinni. EPA/DAI KUROKAWA
Sjóræningjar tóku fjóra úr áhöfn grísks olíuflutningaskips í gíslingu eftir árás á skipið undan ströndum Tógó í dag. Einn vopnaður vörður skipsins var særður af sjóræningjunum þegar verðir reyndu að verjast árás sjóræningjanna. Skipið, Elka Aristotle, var skammt frá hafnarborginni Lome þegar árásin átti sér stað. Sambærilegt atvik átti sér stað um helgina þegar sjóræningjar rændu níu manns af norsku olíuflutningaskipi.



Það var gert undan ströndum Benín, sem er nágrannaríki Tógó.

Tveir gíslanna sem teknir voru í dag eru frá Filippseyjum, einn frá Grikklandi og einn frá Georgíu, samkvæmt frétt Reuters.



Dregið hefur úr sjóráni á heimsvísu á undanförnum árum. Vesturströnd Afríku þykir þó mjög hættuleg þessi misserin. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×