Menning

Claire Denis hlaut heiðursverðlaun RIFF

Baldur Guðmundsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Claire Denis tók við verðlaununum á Bessastöðum í dag.
Claire Denis tók við verðlaununum á Bessastöðum í dag. Mynd/Juliette Rowland
Franski kvikmyndaleikstjórinn Claire Denis er heiðursgestur RIFF í ár og hlaut heiðursverðlaun hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listræna sýn. Guðni Th. forseti Íslands afhenti Claire Denis verðlaunin á Bessastöðum í dag.

„Það er RIFF mikill heiður að taka á móti Claire Denis og kynna hana fyrir íslenskum áhorfendum og bransafólki Stefnt er að Claire haldi meistaraspjall en það hefur verið mikilvægur hluti dagskrár undanfarin ár. Þá gefst fólki  tækifæri á að tala við hana um hvað það er sem drífur hana áfram og fá innsýn inn í gerð kvikmynda hennar,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF.

„Claire Denis er ein þekktasta kvikmyndagerðarkona í heiminum í dag og ein af skærustu stjörnum franskrar kvikmyndagerðar. Hún er einna þekktust fyrir kvikmynd sína Beau Travailsem talin er ein besta kvikmynd tíunda áratugarins. Síðasta mynd hennar High Life kom út í fyrra og skartaði þar stjörnum á borð við Robert Pattinson og Juliette Binoche; fékk hún ljómandi viðtökur um allan heim,“ segir í tilkynningu frá RIFF.

Mynd/Juliette Rowland
Meðal þeirra sem hlotið hafa þessa viðurkenningu undanfarin ár eru Mads Mikkelsen, Susanne Bier og Jim Jarmusch. Claire Denis hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir kvikmyndagerð sína og hlaut síðast hin virtu SACD verðlaun á Cannes fyrir mynd sína Un beau soleil intérieur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×