Erlent

Þrjá­tíu látnir í námu­slysi í Tsjad

Atli Ísleifsson skrifar
Loftmynd af N'Djamena, höfuðborg Tsjad.
Loftmynd af N'Djamena, höfuðborg Tsjad. Getty
Þrjátíu manns hið minnsta eru látnir eftir að gullnáma í Afríkuríkinu Tsjad féll saman. Þetta staðfestir varnarmálaráðherra landsins í samtali við fjölmiðla. Al Jazeera greinir frá þessu.

Náman, sem ekki var með tilskilin starfsleyfi var að finna á afskekktum stað við Kouri Bougoudi, ekki langt frá landamærunum að Líbíu.

Ekki er talið útilokað að tala látinna komi til með að hækka.

Mikið er um ólöglegar námur á þessu svæði þar sem glæpagengi og smyglarar reyna að komast yfir gull.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×