Fótbolti

Amazon Prime gerir þátt um strákana okkar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Íslenska landsliðið fagnar sigri á Tyrklandi í sumar.
Íslenska landsliðið fagnar sigri á Tyrklandi í sumar. vísir/getty
Steymisveitan Amazon Prime er að vinna að nýrri þáttaröð sem ber nafnið This is football, eða þetta er fótbolti, og þar kemur íslenska landsliðið við sögu.

Þetta kemur fram í klippu sem birtist á dögunum en RÚV greinir fyrst frá. Í klippunni er meðal annars rætt við Heimi Hallgrímsson.



Í þáttaröðinni er einnig fjallað um stórstjörnur eins og Lionel Messi, framgöngu Chelsea í Meistaradeildinni og stórveldið Bayern Munchen.

Einn þáttur í röðinni er tileinkaður íslenska landsliðinu sem varð fámennasta þjóðin í sögu HM er liðið keppti á HM í Rússlandi síðasta sumar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Amazon gerir þáttaröð er varðar fótbolta en liðið gerði eftirminnilega þáttaröð um magnað tímabil Manchester City 2017/2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×