Erlent

Samið um vopnahlé á Gaza

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Reykur stígur upp eftir loftárás Ísraelshers á Gaza-ströndina í gær.
Reykur stígur upp eftir loftárás Ísraelshers á Gaza-ströndina í gær. Getty/Mohamed Zarandah
Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. Útvarpsstöð Hamas á Gaza-ströndinni fullyrðir að vopnahlé hafi náðst á milli Hamas og Ísraelshers eftir ófrið síðustu daga þar sem margir hafa fallið.

Ekki hefur verið formlega greint frá vopnahléi en skólar og vegir sem höfðu verið lokaðir í suðurhluta landsins opnuðu að nýju í morgun.

Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja að tuttugu og þrír hafi látið lífið í árásum Ísraelshers, þar af hafi verið sjö vígamenn Hamas en einnig tvær vanfærar konur og tvö börn.

Fjórir Ísraelsmenn létu lífið í átökunum þegar Hamasliðar skutu flugskeytum á ísraelskar landnemabyggðir. Það eru fyrstu dauðsföllin á meðal Ísraela af völdum flugskeyta síðan árið 2014.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×