Körfubolti

Helena: Sýndum í dag að við erum langbesta liðið á landinu

Axel Örn Sæmundsson skrifar
Bikarinn fer á loft.
Bikarinn fer á loft. vísir/daníel
„Líður ógeðslega vel, geggjað hvernig við komum tilbúnar í leikinn. Sýndum í dag að við erum langbesta liðið á landinu í dag,“ sagði Helena Sverrisdóttir leikmaður Vals eftir sigur gegn Keflavík í kvöld.

 

Valsliðið lék á alls oddi hér í kvöld og voru frábærar bæði varnar sem og sóknarlega. Hvað skóp sigurinn hjá þeim hér í kvöld.

 

„Spiluðum geggjaða vörn í kvöld. Vorum fljótar að svara áhlaupinu þeirra og náðum þessu meira segja upp í stærri mun.“

 

Valsliðið sigraði alla titla sem það gat unnið í vetur og spilaði frábæran körfubolta. Liðið var augljóslega besta lið landsins árið 2019 og er vel að þessu afreki komið.

 

„Já 3 titlar þeir segja sitt.Við erum búnar að tala um það í vetur að okkur langar til að vera besta liðið sem hefur spilað á Íslandi og að sigra Keflavík með 20+ í úrslitaleik er geggjað.“

 

Hvað er í vændum hjá Val á næstu árum. Valsliðið gæti tekið núna tímabil þar sem það er besta lið landsins en það tekur tíma og þarf að fylgja því vel eftir.

 

„Það eru frábærir hlutir að gerast á Hlíðarenda og næstu ár eru gríðarlega spennandi hjá félaginu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×