Körfubolti

Finnur hættir með Skallagrím

Anton Ingi Leifsson skrifar
Finnur á hliðarlínunni. Þar er hann yfirleitt líflegur.
Finnur á hliðarlínunni. Þar er hann yfirleitt líflegur. vísir/bára
Finnur Jónsson mun hætta þjálfun Skallagríms eftir leiktíðina en þetta staðfesti hann eftir leik Skallagríms og Tindastóls í Borgarnesi í kvöld.

Finnur hefur þjálfað Skallagrím síðan í ársbyrjun 2015 er hann tók við liðinu af Pétri Ingvarssyni. Hann hefur tvisvar komið liðinu upp í Dominos-deildina en liðið hefur farið beint niður í bæði skiptin.

Hann hafði þar áður þjálfað kvennalið KR og verið aðstoðarþjálfari í Borgarnesi en hann lék með Skallagrími er hann spilaði. Finnur staðfesti þetta í samtali við Vísi eftir leik kvöldsins.

„Þetta er síðasti heimaleikurinn minn fyrir Skallagrím í Borgarnesi í bili. Ég er mjög ánægður með baráttuna í strákunum í kvöld, hún var algjörlega til fyrirmyndar,” segir Finnur.

Hann bætti þó við að hann ætli að halda áfram í þjálfun en í hvaða félagi það verður kemur í ljós síðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×