Erlent

Beto O'Rourke hyggst bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Beto O'Rourke hefur verið stimplaður sem ein helsta vonarstjarna Demókrataflokksins.
Beto O'Rourke hefur verið stimplaður sem ein helsta vonarstjarna Demókrataflokksins. Getty/Matt McClain
Beto O‘Rourke, Demókrati og fyrrverandi þingmaður, hyggst í dag tilkynna formlega um framboð sitt í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. O‘Rourke hefur verið talinn á meðal þeirra líklegustu til að keppa um útnefningu flokksins í væntanlegum forsetakosningum.

O‘Rourke tilkynnti um framboð sitt á sjónvarpsstöðinni KTSM, sem send er út í heimaríki hans, Texas. Þar sagðist hann ætla að bjóða sig fram til forseta og freista þess að etja kappi við Donald Trump sitjandi Bandaríkjaforseta á næsta ári.

Forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins eru þannig orðnir fimmtán talsins. Áður hafa Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, Elizabeth Warren, öldungardeildarþingmaður frá Massacusetts, Bernie Sanders, óháður öldungardeildarþingmaður, og Kirsten Gillibrand, öldungardeildarþingmaður frá New York m.a. tilkynnt um framboð.

Mikið hefur verið rætt um O‘Rourke sem vonarstjörnu Demókrataflokksins þrátt fyrir að hann hafi beðið ósigur í kosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Texas. O‘Rourke, sem er fráfarandi fulltrúadeildarþingmaður, náði enda að velgja Ted Cruz, sitjandi öldungadeildarþingmanni repúblikana, undir uggum í ríkinu sem hefur hallast verulega til hægri.


Tengdar fréttir

Óvænt barátta um Texas

Frambjóðandi Demókrata í Texas nýtur mikilla vinsælda. Flokkurinn vonast eftir kraftaverki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×