Innlent

Sjónum beint að Laugardal fyrir starfsemi Fossvogsskóla

Sylvía Hall skrifar
Gríðarmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Fossvogsskóla vegna myglunnar en þar þarf að rífa þak, loft og veggi.
Gríðarmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Fossvogsskóla vegna myglunnar en þar þarf að rífa þak, loft og veggi. vísir/vilhelm

Eftir að rakaskemmdir fundust í húsnæði í Fannborg 2 í Kópavogi er enn leitað að húsnæði undir starfsemi Fossvogsskóla út skólaárið. Fundað var með foreldrum barna skólans í gær en ljóst er að engin kennsla fer fram út þetta skólaár í Fossvogsskóla vegna myglu.



Sjá einnig: Frekari ó­vissa eftir að raka­skemmdir fundust í Fann­borg 2



Í bréfi sem Aðalbjörg Ingadóttir sendi á foreldra skólans í dag segir að enn séu möguleikar opnir varðandi skólastarfið og það mál sé í farvegi. Stjórnendur skólans hafa skoðað marga möguleika í dag ásamt fulltrúum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og í því sambandi hefur sjónum verið beint að Laugardalnum og nágrenni hans.



Þá segir Aðalbjörg að í ljósi þess hve knappur tími er til stefnu til þess að koma skólastarfinu aftur í gang þurfi að boða til annars skipulagsdags næstkomandi mánudag. Hún segir að við leit að húsnæði sé lögð áhersla á að halda nemendahópnum saman en um 350 nemendur eru í Fossvogsskóla.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×