Körfubolti

Baldur: Ætlum að slá út Tindastól

Guðlaugur Valgeirsson skrifar
Baldur og hans menn eru komnir í átta liða úrslitin.
Baldur og hans menn eru komnir í átta liða úrslitin. vísir/daníel
Baldur Ragnarsson þjálfari Þórs var ekki sáttur eftir tap sinna manna gegn Val í Dominos-deildinni kvöld. Hann sagði að Valsliðið hefði einfaldlega verið betri aðilinn.

„Valsmenn voru bara betri en við í dag. Ekkert flóknara en það. Þeir voru betri en við á báðum endum vallarins og við vorum í miklum vandræðum með Ragga Nat sérstaklega og hann fór illa með okkur í dag.”

Hann var mjög ósáttur með tap í kvöld enda síðasti leikur í deild og síðasti leikur fyrir úrslitakeppnina sem hefst í næstu viku.

„Ég vil aldrei tapa og það er aldrei gaman að tapa og það er bara eins og það er. Við getum spilað betur en þetta og við ætlum okkur að gera það.”

Dómgæslan hallaði á Þórsara í fyrri hálfleik en þeir fengu 14 villur á móti 4. Baldur vildi lítið tjá sig um það en hann sagði að dómgæslan væri oft misjöfn og dómarar gera mistök alveg eins og leikmenn og þjálfarar.

Hann sagði að lokum að hann væri mjög spenntur fyrir að mæta Tindastól í 8 liða úrslitum í úrslitakeppninni og þeir ætli að koma á óvart og slá þá út.

„Þetta leggst mjög vel í mig, það er alltaf gaman að koma norður og spila við Stólana. Við erum búnir að spila hörkuleiki við þá í vetur og það verður gaman að takast á við þá. Við ætlum okkur að slá þá út,” sagði Baldur að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×