Sport

Askren: Ég myndi fara eins með Gunna og Maia gerði á sínum tíma

Henry Birgir Gunnarsson í London skrifar
Ben Askren í O2 í gær.
Ben Askren í O2 í gær.
Vísir fékk hinn skemmtilega Ben Askren í viðtal í O2 Arena í gær þegar hann var nýbúinn að fara á kostum á sviði hallarinnar þar sem áhorfendur máttu spyrja hann spjörunum úr.

Hann hafði séð Darren Till skömmu áður og vissi að Till sæti fyrir aftan sviðið. Fór því aðeins að æsa hann upp og Till svaraði með því að opna tjaldið og gefa honum puttann. Blaðamaður hélt í fyrstu að Till hefði múnað Askren því hann var að laga buxurnar er hann nálgaðist fjölmiðlasvæðið baksviðs. Það reyndist vera rangt. Hefði samt verið skemmtilegt.

Eftir stutta umræðu um þessa uppákomu var Askren spurður út í bardaga Gunnars og Leon Edwards.

„Gunnar er með forskot því hann er miklu betri glímumaður. Það eru því miklar líkur að hann vinni bardagann. Veit ekki hvernig en það verður á einhvers konar uppgjafartaki,“ sagði Askren sem er opinn fyrir því að berjast við Gunnar í framtíðinni.

„Það yrði ekkert vandamál. Ég er að vinna mig inn í titilbardaga og ef Gunnar vinnur nokkra bardaga þá verður hann líka í umræðunni þarna uppi.“

Askren, sem er ósigraður á ferlinum, efast samt ekkert um að hann myndi pakka Gunnari saman.

„Bardagi milli mín og Gunnars yrði eins og bardagi Gunnars gegn Maia. Þetta myndi enda vel fyrir mig.“

Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London í kvöld. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans sem og bardaganum sjálfum.



Klippa: Ben Askren spáir í spilin
MMA

Tengdar fréttir

Fimmta lotan: Masvidal er gufuruglaður

Henry Birgir Gunnarsson og Pétur Marinó Jónsson heilsa úr Fimmtu lotunni frá London að þessu sinni þar sem þeir hafa fylgst vel með öllu í aðdraganda bardaga Gunnars Nelson og Leon Edwards.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×