Enski boltinn

Chicharito hetja West Ham í ótrúlegum sigri | Ritchie bjargaði stigi 

Dagur Lárusson skrifar
Chicharito, hetja West Ham.
Chicharito, hetja West Ham. vísir/getty
Chicharito tryggði West Ham eitt stig á heimavelli gegn Hudderfield eftir að liðið var 3-1 undir þegar stundarfjórðungur var eftir.

 

Það var Mark Noble sem kom West Ham yfir snemma leiks af vítapunktinum en eftir það tóku liðsmenn Hudderfield völdin á vellinum. 

 

Aðeins tveimur mínútum eftir mark Noble jafnaði Juninho Bacuna fyrir Huddersfield. Karlan Ahearne-Grant kom síðan Hudderfield yfir áður en flautað var til hálfleiks.

 

Karlan var síðan aftur á ferðinni á 60. mínútu og kom þá Huddersfield í 3-1 forystu, öllum að óvörum.

 

Allt stefndi í ótrúlegan útisigur Huddersfield en þá tóku liðsmenn West Ham sig saman í andlitinu og sóttu stíft. Fyrst skoraði Angelo Ogbonna og minnkaði muninn í 3-2 á 75. mínútu.

 

Þá var komið að Mexíkananum knáa, Chicharito, en hann jafnaði metin fyrir West Ham á 84. mínútu. Það var ekki nóg með það að hann bjargaði stigi og andlitinu fyrir West Ham, heldur tryggði hann liðinu sigur í uppbótartíma. Ótrúleg endurkoma West Ham staðreynd og liðið komið í níunda sæti með 42 stig.

 

Á St. James Park var dramatíkin einnig í hámarki en þar jafnaði Matt Ritchie fyrir heimamenn í blálokin þegar sigur Bournemouth virtist vera kominn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×