Enski boltinn

„Manchester United þarf að hætta að tala um Ferguson“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Minning Sir Alex Ferguson lifir á Old Trafford þar sem ein stúkan er nefnd eftir honum og stytta af honum stendur fyrir utan leikvanginn. Minning hans þarf hins vegar að hverfa af æfingasvæðinu til þess að félagið geti haldið fram á við segir Ibrahimovic.
Minning Sir Alex Ferguson lifir á Old Trafford þar sem ein stúkan er nefnd eftir honum og stytta af honum stendur fyrir utan leikvanginn. Minning hans þarf hins vegar að hverfa af æfingasvæðinu til þess að félagið geti haldið fram á við segir Ibrahimovic. vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic segir Manchester United þurfa að gleyma Sir Alex Ferguson því hann og minningin af árangri hans haldi aftur af félaginu.

Sir Alex Ferguson er af mörgum talinn besti knattspyrnustjóri sögunnar en hann vann 13 Englandsmeistaratitla, fimm bikarmeistaratitla og Meistaradeild Evrópu tvisvar sinnum á 26 árum í Manchester.

Síðan Ferguson hætti vorið 2013 hefur lítið gengið hjá United og liðið ekki unnið ensku úrvalsdeildina síðan.

„Allt sem gerist hjá félaginu er dæmt miðað við tíma Ferguson,“ sagði Zlatan sem spilaði fyrir Manchester United á árunum 2016-18 undir stjórn Jose Mourinho.

„Menn sögðu að ef Ferguson væri hér myndi þetta ekki gerast, Ferguson hefði ekki líkað þetta, Ferguson gerði þetta ekki svona. Allt snérist um Ferguson.“

„Ef ég réði þarna myndi ég segja þeim að hætta að tala um Ferguson. Ég kom hingað til þess að skrifa mína eigin sögu, ég vil ekki heyra hvað gerðist í fortíðinni.“

„Ferguson á sinn stað í sögu félagsins en félagið þarf að halda áfram.“

Skotinn var þó ekki áberandi í persónu hjá þeim fastráðnu stjórum sem hafa stýrt liðinu síðan hann hætti. Núverandi bráðabirgðastjóri Manchester United, Ole Gunnar Solskjær, hefur hins vegar boðið Ferguson á æfingasvæðið og inn í klefann hjá United.

Solskjær spilaði undir stjórn Ferguson hjá United og byggir hans hugmyndafræði í þjálfun mikið á því sem hann lærði af Ferguson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×