Körfubolti

Svona klúðraði LeBron leiknum í gær | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron er ekki eins vinsæll í LA og hann hafði vonast eftir.
LeBron er ekki eins vinsæll í LA og hann hafði vonast eftir. vísir/getty
Síðasta nótt var söguleg í lífi LeBron James er hann fór fram úr Michael Jordan á stigalista NBA-deildarinnar. Það var þó ekki allt frábært sem gerðist þessa nótt.

Fyrir það fyrsta þá tapaði Lakers leiknum gegn Denver en þetta var fjórða tap liðsins í röð og það áttunda í síðustu tíu leikjum liðsins. Lakers er nú sex og hálfum sigurleik frá því að komast í úrslitakeppnina er sautján leikir eru eftir.

Lakers átti frábæra endurkomu í leiknum en missti svo Denver aftur fram úr sér. Leikurinn klúðraðist svo endanlega á þessu kerfi sem má sjá hér að neðan.





LeBron lét boltann rúlla alveg að þriggja stiga línunni á hinum enda vallarins til þess að spara tíma. Hann var aftur á móti algjör klaufi er hann ætlaði að taka upp boltann. Þarna vissu stuðningsmenn Lakers að sigurmöguleikar þeirra væru endanlega úti.

Þetta kerfi setur tímabil Lakers aftur á móti í samhengi þar sem lítið hefur gengið þó svo það sé með LeBron í sínu liði.

Svo slæm var stemningin á leiknum í gær að áhorfendur sungu að LeBron ætti að fara aftur til Cleveland og Rajon Rondo hætti að sitja með liðsfélögum sínum og fékk sér frekar sæti með áhorfendum. Stemning.





NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×