Enski boltinn

Manchester United með langflest stig síðan að Solskjær tók við

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær hefur gert frábæra hluti síðan að hann settist á bekkinn hjá Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær hefur gert frábæra hluti síðan að hann settist á bekkinn hjá Manchester United. Getty/ Robbie Jay Barratt
Manchester United væri með fimm stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni ef deildin hefði byrjað daginn sem Jose Mourinho var rekinn og Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær tók við.

Manchester United hefur fengið 32 af 36 mögulegum síðan að Ole Gunnar Solskjær settist í stjórastólinn en liðið hefur unnið tíu leiki, gert tvö jafntefli og á enn eftir að tapa deildarleik undir hans stjórn.





Manchester United hefur fengið fimm fleiri stig en Manchester City á þessum tíma og sjö fleiri stig en Liverpool.

Manchester United hefur líka skorað flest mörk og er auk þess með bestu markatöluna en Liverpool hefur hins vegar fengið á sig fæst mörk.

Manchester United var í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti, þegar Jose Mourinho var rekinn eftir 3-1 tap á móti Liverpool. Þá var Liverpool á toppnum með 19 fleiri stig en United.

Nú rúmum 80 dögum síðar situr Manchester United liðið í fjórða sætinu, þremur stigum frá þriðja sæti og 13 stigum frá toppsætinu.

Hér fyrir neðan má sjá besta árangur liðanna í ensku úrvalsdeildinni síðan að Ole Gunnar Solskjær tók við sem knattspyrnustjóri Manchester United um miðjan desember.







Flest stig síðan að Solskjær tók við:

1. Manchester United  32 stig

2. Manchester City 27

3. Liverpool 25

4. Arsenal  23

5. Tottenham 22

6. Watford 19

7. Chelsea 19

8. Crystal Palace 18

9. Wolves 18

10. Burnley 18

Flest mörk skoruð síðan að Solskjær tók við:

1. Manchester United  29 mörk

2. Manchester City 28

3. Liverpool 27

4. Tottenham 25

5. Arsenal 24

Fæst mörk fengin á sig síðan að Solskjær tók við:

1. Liverpool 8 mörk

2. Manchester United  9

3. Manchester City 10

4. Tottenham 14

4. Newcastle 14

Besta markatalan síðan að Solskjær tók við:

1. Manchester United  +20 (29-9)

2. Liverpool +19 (27-8)

3. Manchester City +18 (28-10)

4. Tottenham +11 (25-14)

5. Arsenal +8 (24-16)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×