Körfubolti

Ætlar að taka 22. tímabilið sitt í NBA-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vince Carter.
Vince Carter. Getty/Michael Reaves
Bandaríski körfuboltamaðurinn Vince Carter er ekkert á því að hætta að spila í NBA-deildinni. Hann ætlar að spila áfram í deildinni á 2019-20 tímabilinu.

Vince Carter er nýorðinn 42 ára gamall en hann er fæddur 26. janúar 1977.

Vince Carter mætti í íþróttþáttinn Pardon The Interruption á ESPN og fékk þá spurningu um hvenær hann ætlaði að hætta.

„Ég held að ég taki eitt ár í viðbót. Af hverju ekki? Við sjáum til hvað gerist,“ sagði Vince Carter.

Hann er að skora 7,1 stig á 16,6 mínútum með Atlanta Hawks liðinu en Carter hefur nýtt 40,9 prósent þriggja stiga skota sinna í vetur.

Vince Carter er ekki sami háloftafuglinn og hann var einu sinni en er engu að síður enn mjög frambærilegur leikmaður.





Spili Vince Carter áfram á næsta tímabili þá yrði hann sá fyrsti til að ná því að spila í 22 tímabil í NBA. Dirk Nowitzki gæti reyndar náð því líka haldi hann áfram með Dallas Mavericks.

Ásamt þeim tveimur hafa þrír aðrir leikmenn spilað 21. tímabil í NBA-deildinni eða þeir Robert Parish, Kevin Willis og Kevin Garnett.

Vince Carter lék sitt fyrsta tímabil með Toronto Raptors 1998 til 1999. Spili hann tímabilið 2019-20 þá hann því að spila á fjórum áratugum í NBA-deildinni sem er magnað.



NBA-ferill Vince Carter:

Toronto Raptors (1998–2004)

New Jersey Nets (2004–2009)

Orlando Magic (2009–2010)

Phoenix Suns (2010–2011)

Dallas Mavericks (2011–2014)

Memphis Grizzlies (2014–2017)

Sacramento Kings (2017–2018)

Atlanta Hawks (2018–)





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×