Hræsni Samfylkingarinnar Andrea Sigurðardóttir skrifar 8. mars 2019 15:30 Samfylkingin hefur gagnrýnt skattalækkunaráform ríkisstjórnarinnar fyrir að lækkunin skili sér ekki nægilega til lægri tekjuhópa, vitandi að staðgreiðsla hinna lægri launuðu rennur nær öll til sveitarfélaganna og lítið sem ekkert til ríkisins. Á sama tíma hafnar Samfylkingin, sem leiðir borgarstjórn, tillögum Sjálfstæðisflokks um lækkun útsvars og gjalda til að liðka fyrir kjaraviðræðum “því það er ekkert svigrúm”. Af staðgreiðslu einstaklings með 300 þúsund krónur í launatekjur renna tæplega 68 þúsund til sveitarfélagsins en aðeins 7 þúsund krónur til ríkisins. Allir með 750 þúsund krónur eða lægri launatekjur greiða meira til sveitar en ríkis. Hvar liggur svigrúmið spyr ég? Ríkisstjórnin er þó að lækka þetta litla sem hún fær af staðgreiðslu hinna lægst launuðu. Þar er bókstaflega ekki meira svigrúm, jafnvel með hærri hátekjusköttum. Lækki ríkið skatt meira á lægst launaða hópinn þarf ríkið bókstaflega að greiða með þeim til sveitarfélaganna, því sína sneið skulu þau fá óháð persónuafslætti. Hvað er Samfylkingin, sem leiðir borgarstjórn, að gera til að liðka fyrir kjaraviðræðum og bæta lífskjör hinna lægst launuðu? Svarið við því er ekkert. En þau hika ekki við að gagnrýna þá sem þó reyna að nýta sitt afar takmarkaða svigrúm, sem er ekkert annað en dæmigerð hræsni. Undanfarin misseri höfum við fengið fregnir af gegndarlausri og óábyrgri sóun Reykjavíkurborgar á skattfé borgarbúa. Í krafti stærðar sinnar ætti borgin að geta verið rekin með hagkvæmari hætti en minni sveitarfélög, sem borgarbúar gætu notið góðs af í formi lægra útsvars og betri þjónustu. Sú er ekki raunin. Borgin er eina sveitarfélag höfuðborgarsvæðisins sem innheimtir hámarksútsvar en kemur engu að síður svo illa út í þjónustukönnunum samanborið við önnur sveitarfélög. Borgin ákvað að leysa það með því að hætta þátttöku í stað þess að líta eigin barm. Í borginni eru sannarlega mikil tækifæri til hagræðingar. Í ljósi þessa spyr ég mig: Hvers vegna eru verkalýðsfélögin ekki brjáluð út í Reykjavíkurborg? Hvers vegna beinast kröfur verkalýðsfélaganna að ríkinu sem tekur nær ekkert af þeim hópi sem þau þykjast berjast fyrir, en ekki að þeim sem hirða aurinn og bera jafnframt ábyrgð á þeim framboðsskorti sem hefur leitt til fordæmalausra hækkana á íbúða- og leiguverði á höfuðborgarsvæðinu, sem er langþyngsti útgjaldaliður hinna lægst launuðu? Ég spyr einfaldlega, því ég botna hvorki upp né niður í þessari sturluðu umræðu.Höfundur er húsmóðir í Laugardalnum og viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur gagnrýnt skattalækkunaráform ríkisstjórnarinnar fyrir að lækkunin skili sér ekki nægilega til lægri tekjuhópa, vitandi að staðgreiðsla hinna lægri launuðu rennur nær öll til sveitarfélaganna og lítið sem ekkert til ríkisins. Á sama tíma hafnar Samfylkingin, sem leiðir borgarstjórn, tillögum Sjálfstæðisflokks um lækkun útsvars og gjalda til að liðka fyrir kjaraviðræðum “því það er ekkert svigrúm”. Af staðgreiðslu einstaklings með 300 þúsund krónur í launatekjur renna tæplega 68 þúsund til sveitarfélagsins en aðeins 7 þúsund krónur til ríkisins. Allir með 750 þúsund krónur eða lægri launatekjur greiða meira til sveitar en ríkis. Hvar liggur svigrúmið spyr ég? Ríkisstjórnin er þó að lækka þetta litla sem hún fær af staðgreiðslu hinna lægst launuðu. Þar er bókstaflega ekki meira svigrúm, jafnvel með hærri hátekjusköttum. Lækki ríkið skatt meira á lægst launaða hópinn þarf ríkið bókstaflega að greiða með þeim til sveitarfélaganna, því sína sneið skulu þau fá óháð persónuafslætti. Hvað er Samfylkingin, sem leiðir borgarstjórn, að gera til að liðka fyrir kjaraviðræðum og bæta lífskjör hinna lægst launuðu? Svarið við því er ekkert. En þau hika ekki við að gagnrýna þá sem þó reyna að nýta sitt afar takmarkaða svigrúm, sem er ekkert annað en dæmigerð hræsni. Undanfarin misseri höfum við fengið fregnir af gegndarlausri og óábyrgri sóun Reykjavíkurborgar á skattfé borgarbúa. Í krafti stærðar sinnar ætti borgin að geta verið rekin með hagkvæmari hætti en minni sveitarfélög, sem borgarbúar gætu notið góðs af í formi lægra útsvars og betri þjónustu. Sú er ekki raunin. Borgin er eina sveitarfélag höfuðborgarsvæðisins sem innheimtir hámarksútsvar en kemur engu að síður svo illa út í þjónustukönnunum samanborið við önnur sveitarfélög. Borgin ákvað að leysa það með því að hætta þátttöku í stað þess að líta eigin barm. Í borginni eru sannarlega mikil tækifæri til hagræðingar. Í ljósi þessa spyr ég mig: Hvers vegna eru verkalýðsfélögin ekki brjáluð út í Reykjavíkurborg? Hvers vegna beinast kröfur verkalýðsfélaganna að ríkinu sem tekur nær ekkert af þeim hópi sem þau þykjast berjast fyrir, en ekki að þeim sem hirða aurinn og bera jafnframt ábyrgð á þeim framboðsskorti sem hefur leitt til fordæmalausra hækkana á íbúða- og leiguverði á höfuðborgarsvæðinu, sem er langþyngsti útgjaldaliður hinna lægst launuðu? Ég spyr einfaldlega, því ég botna hvorki upp né niður í þessari sturluðu umræðu.Höfundur er húsmóðir í Laugardalnum og viðskiptafræðingur.
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar