Enski boltinn

Enska úrvalsdeildin rannsakar Manchester City

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ekki rannsaka okkur.
Ekki rannsaka okkur. vísir/getty
Enska úrvalsdeildin hefur hafið rannsókn á hendur Manchester City en ríkjandi meistararnir eiga að hafa brotið fjárhagsreglur.

Í gær greindi UEFA frá því að þeir hefðu Manchester Cty undir smásjá vegna brot á reglunum um háttvísi reglur UEFA hvað varðar peningastefnu.

City neitaði sögusögnunum í dag og Pep Guardiola, stjóri liðsins, að þessi staða myndi ekki skemma það frábæra lið og stöðu sem City er í sem stendur.







Það var þýska blaðið Der Spiegel sem kom upp um City en þeir eiga meðal annars að hafa borgað umboðsmanni Jadon Sancho um 200 þúsund pund þegar hann var fjórtán ára.

Toppliðið í ensku úrvalsdeildinni er því bæði undir smásjá UEFA og ensku úrvalsdeildarinnar og hefur City verið beðið um að hjálpa til við rannsóknina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×