Handbolti

Valur í undanúrslit eftir stórsigur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sandra skoraði fimm mörk í dag.
Sandra skoraði fimm mörk í dag. vísir/bára
Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna í handbolta með öruggum 23 marka sigri á FH.

Fyrirfram var ljóst að brekkan yrði brött fyrir 1. deildar lið FH gegn toppliði Olísdeildarinnar og varð það raunin. Í hálfleik var staðan orðin 6-17 fyrir Val og úrslitin svo gott sem ráðin.

Þegar upp var staðið fór Valur með 12-35 sigur og tryggði sæti sitt í bikarhelginni í Laugardalshöll.

Aðeins þrír leikmenn skoruðu mörk FH í kvöld, þær Fanney Þóra Þórsdóttir og Britney Cots með fimm mörk hvor og Ragnheiður Tómasdóttir með tvö.

Það var aðeins meira um markaskorara hjá Val. Díana Dögg Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir voru markahæstar með fimm mörk, þrír leikmenn gerðu fjögur.

Valur bætist þar í hóp Fram og Stjörnunnar í undanúrslitunum, síðasti leikur 8-liða úrsltanna fer fram í Vestmannaeyjum á laugardag þar sem ÍBV og KA/Þór eigast við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×