Til RÚV allra landsmanna og menntamálaráðherra Eymundur L. Eymundsson skrifar 23. febrúar 2019 20:56 Ráðast þarf að rót vandans Á vef WHO kemur fram að helmingur allra geðrænna veikinda hefjast fyrir 14 ára aldur en í flestum tilvikum er ekkert að gert. Sjálfsvíg eru önnur algengasta dánarorsök fólks á aldrinum 15-29 ára. Að auki er það svo að margir sem glíma við geðraskanir leita í vímuefni með þeim vandamálum sem þeim fylgja. Að ofansögðu má ljóst vera að ráðast þarf að rót vandans; vanlíðaninni. Það er tímabært að koma upp sérdeild á Akureyri fyrir þá sem glíma við tvígreiningar; vímuefna og geðrænan vanda. Mikilvægt er að fólk, einkum og sérílagi ungt fólk, fái þessa þjónustu í nærumhverfinu í stað þess að allir þurfi að leita á höfuðborgarsvæðið eftir aðstoð.Félagsfælni er viðvarandi og hamlandi ótti við að verða sér til skammar, niðurlægingar eða minnkunar innan um annað fólk. Sá sem er félagsfælinn er viss um að aðrir séu að horfa og hugsa um hann. Sú vissa er einnig fyrir hendi að þessi athygli stafi af því hve klaufalegur, illa klæddur eða hverjir þeir aðrir gallar sem viðkomandi er viss um að einkenna sig. Félagsfælnir ímynda sér að allt hið versta hendi þá innan um fólk, sérstaklega ókunnuga og að þeim verði hafnað af öðrum. Af þessum sökum forðast félagsfælnir aðstæður þar sem annað fólk er eða halda þær út með kvíðabeyg vegna áhyggna um álit annarra á sér. Fólk sem þjáist af félagsfælni er mjög meðvitað um það sem það gerir og segir. Dæmigert er að hugsa um hvað geti farið úrskeiðis þar sem annað fólk er. Þegar atburður er um garð genginn dvelur sá félagsfælni við það sem hann eða hún telur að hafi farið úrskeiðis. Afleiðingin getur verið sú að viðkomandi forðast þær aðstæður sem valda óttanum, jafnvel svo mjög að úr verður félagsleg einangrun. Félagsfælni er falið vandamál en talið er að hún sé þriðja algengasta geðröskunin. Talið er að um 12% Íslendinga glími við félagsfælni einhvern tíman á ævinni og minnihluti þeirra leitar sér hjálpar. Félagsfælni kemur oft í ljós og er greind þegar aðrar geðraskanir gera vart við sig eða þegar fólk leitar sér lækninga vegna annarra kvilla. Rannsóknir benda til að meðferð sé árangursrík, en hún felst í því að draga úr kvíða og feimni og auka þar með lífsgæði viðkomandi. Ein lítil saga um félagsfælni sem ég get hlegið að í dag en svo var ekki þegar ég var að takast á við sjálfan mig. 04.01.2019. fór ég að sjá Hróa Hött í bíó í Álfabakka. Það minnti mig á að fyrir 10 árum var ég í fyrsta skipti af þremur á geðsviði Reykjalundar og var að vinna með hugræna atferlismeðferð. Ég bjó í húsi á Reykjalundi og minn fagaðili sagði að nú færi ég í bíó til að takast á við sjálfan mig og mínar tilfinningar og hugsanir. Það var ákveðið að ég færi á mínum bíl á föstudagskvöldi og ég man þegar ég var á leiðinni í Álfabakka og hugsaði: „Ég get þetta ekki en ég varð að fara til að segja á mánudeginum hvernig hafi gengið“. Ég lagði fyrir utan Álfabakka og byrjaði á að ganga á kantstein og steinlá á leiðinni inn. Eftir að ég var búinn að kaupa miða fór ég og keypti popp og Coke. Afgreiðslustúlkan spurði hvað ég vildi stóran popppoka. Ég bað um stóran og stóra Coke án þess að vita hvað poppið og Cokeið væru í stórum umbúðum enda orðinn frekar stressaður. Ekki tók betra við þegar ég þurfti að leggja frá mér Cokið og poppið til að sýna miðann. Ég var orðinn frekar klökkur, hjartað á fullu, réð illa við taugakerfið, svitnaði mikið og roðnaði og langaði helst að hverfa innan um allt fólkið. Ég kom mér samt inn en settist á endann og var eiginlega undir sætinu áður en myndin byrjaði og skammaðist mín fyrir sjálfan mig. Lét mig hafa það og þegar myndin byrjaði gat ég aðeins komið úr felum undan sætinu. Ekki skánaði það þegar ljós kviknaðu ég sem hélt að ekki væri hlé í bíó svo ég fór aftur undir sætið og reyndi að láta sem minnst fara fyrir mér. Ég náði samt að klára myndina löðursveittur, með hausverk og ógleði og var alveg búinn á því. En mikið leið mér vel að hafa farið og tekist á við sjálfan mig og geta sagt frá því á mánudeginum. Það var ákveðið að ég færi aftur næsta föstudag sem ég og gerði. Ég datt ekki, keypti minna popp og Coke.Ég svitnaði og roðnaði minna, taugakerfið var enn brotthætt og hjartað sló ört. Ég settist á endann en fór ekki undir sætið og svo fór ég á snyrtingu í hléi. Með því að takast á við sjálfan mig hef ég farið skref fyrir skref áfram en stundum til baka en þá hefur maður verkfæri sem ég hafði ekki áður. RÚV og menntamálaráðherraÉg hef unnið mikið fyrir því að vera á þeim stað sem ég er á í dag og það eru svo margir sem þurfa hjálp og vilja hjálpina og saman getum við gert enn betur. Þetta er ekki heimska eða vitleysa þetta er eðlilegt ástand þegar maður glímir við félagsfælni og þarf hjálp til að takast á við huga, taugakerfið og allt það líkamlega sem fylgir því að glíma við félagsfælni. Sú manneskja sem skilur ekki hvað félagsfælni er og hvað hún stjórnar lífi margra, barna, ungmenna sem fullorðna þarf að lesa sér til svo að hún geti sett sig í spor þeirra sem glíma við félagsfælni sem byrjar oftast á aldrinum 10 til 15 ára. Það skilur enginn alkóhólisma nema hafa gengið í gegnum það sama og ekki að ósekju að flestir ráðgjafar eru óvirkir alkóhólistar. Vímuefnamisnotkun er ekki óalgeng og því miður hef ég þurft að fylgja nokkrum til grafar sem hefðu þurft hjálp í æsku. Ég var heppinn að lifa af en óska engum svo ills að þurfa að lifa í þessu myrkri. Ég myndi vilja sjá fjölmiðla sýna meira það góða sem gert er og hef óskað eftir því að rúv allra landsmanna geri þætti með okkar augum sem glímum við geðröskun en ekki fengi svar enn. Best að við dæmum ekki það sem við þekkjum ekki. Lesum okkur frekar til og reynum að koma fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig. Þessi bíóferð fyrir 10 árum er ekkert miðað við hvað félagsfælnin rændi af mér áður en gefur mér í dag. Hrói Höttur stóð sig vel í kvöld en ég var hrifnastur af Tóka munk. Höfundur er ráðgjafi og félagsliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ráðast þarf að rót vandans Á vef WHO kemur fram að helmingur allra geðrænna veikinda hefjast fyrir 14 ára aldur en í flestum tilvikum er ekkert að gert. Sjálfsvíg eru önnur algengasta dánarorsök fólks á aldrinum 15-29 ára. Að auki er það svo að margir sem glíma við geðraskanir leita í vímuefni með þeim vandamálum sem þeim fylgja. Að ofansögðu má ljóst vera að ráðast þarf að rót vandans; vanlíðaninni. Það er tímabært að koma upp sérdeild á Akureyri fyrir þá sem glíma við tvígreiningar; vímuefna og geðrænan vanda. Mikilvægt er að fólk, einkum og sérílagi ungt fólk, fái þessa þjónustu í nærumhverfinu í stað þess að allir þurfi að leita á höfuðborgarsvæðið eftir aðstoð.Félagsfælni er viðvarandi og hamlandi ótti við að verða sér til skammar, niðurlægingar eða minnkunar innan um annað fólk. Sá sem er félagsfælinn er viss um að aðrir séu að horfa og hugsa um hann. Sú vissa er einnig fyrir hendi að þessi athygli stafi af því hve klaufalegur, illa klæddur eða hverjir þeir aðrir gallar sem viðkomandi er viss um að einkenna sig. Félagsfælnir ímynda sér að allt hið versta hendi þá innan um fólk, sérstaklega ókunnuga og að þeim verði hafnað af öðrum. Af þessum sökum forðast félagsfælnir aðstæður þar sem annað fólk er eða halda þær út með kvíðabeyg vegna áhyggna um álit annarra á sér. Fólk sem þjáist af félagsfælni er mjög meðvitað um það sem það gerir og segir. Dæmigert er að hugsa um hvað geti farið úrskeiðis þar sem annað fólk er. Þegar atburður er um garð genginn dvelur sá félagsfælni við það sem hann eða hún telur að hafi farið úrskeiðis. Afleiðingin getur verið sú að viðkomandi forðast þær aðstæður sem valda óttanum, jafnvel svo mjög að úr verður félagsleg einangrun. Félagsfælni er falið vandamál en talið er að hún sé þriðja algengasta geðröskunin. Talið er að um 12% Íslendinga glími við félagsfælni einhvern tíman á ævinni og minnihluti þeirra leitar sér hjálpar. Félagsfælni kemur oft í ljós og er greind þegar aðrar geðraskanir gera vart við sig eða þegar fólk leitar sér lækninga vegna annarra kvilla. Rannsóknir benda til að meðferð sé árangursrík, en hún felst í því að draga úr kvíða og feimni og auka þar með lífsgæði viðkomandi. Ein lítil saga um félagsfælni sem ég get hlegið að í dag en svo var ekki þegar ég var að takast á við sjálfan mig. 04.01.2019. fór ég að sjá Hróa Hött í bíó í Álfabakka. Það minnti mig á að fyrir 10 árum var ég í fyrsta skipti af þremur á geðsviði Reykjalundar og var að vinna með hugræna atferlismeðferð. Ég bjó í húsi á Reykjalundi og minn fagaðili sagði að nú færi ég í bíó til að takast á við sjálfan mig og mínar tilfinningar og hugsanir. Það var ákveðið að ég færi á mínum bíl á föstudagskvöldi og ég man þegar ég var á leiðinni í Álfabakka og hugsaði: „Ég get þetta ekki en ég varð að fara til að segja á mánudeginum hvernig hafi gengið“. Ég lagði fyrir utan Álfabakka og byrjaði á að ganga á kantstein og steinlá á leiðinni inn. Eftir að ég var búinn að kaupa miða fór ég og keypti popp og Coke. Afgreiðslustúlkan spurði hvað ég vildi stóran popppoka. Ég bað um stóran og stóra Coke án þess að vita hvað poppið og Cokeið væru í stórum umbúðum enda orðinn frekar stressaður. Ekki tók betra við þegar ég þurfti að leggja frá mér Cokið og poppið til að sýna miðann. Ég var orðinn frekar klökkur, hjartað á fullu, réð illa við taugakerfið, svitnaði mikið og roðnaði og langaði helst að hverfa innan um allt fólkið. Ég kom mér samt inn en settist á endann og var eiginlega undir sætinu áður en myndin byrjaði og skammaðist mín fyrir sjálfan mig. Lét mig hafa það og þegar myndin byrjaði gat ég aðeins komið úr felum undan sætinu. Ekki skánaði það þegar ljós kviknaðu ég sem hélt að ekki væri hlé í bíó svo ég fór aftur undir sætið og reyndi að láta sem minnst fara fyrir mér. Ég náði samt að klára myndina löðursveittur, með hausverk og ógleði og var alveg búinn á því. En mikið leið mér vel að hafa farið og tekist á við sjálfan mig og geta sagt frá því á mánudeginum. Það var ákveðið að ég færi aftur næsta föstudag sem ég og gerði. Ég datt ekki, keypti minna popp og Coke.Ég svitnaði og roðnaði minna, taugakerfið var enn brotthætt og hjartað sló ört. Ég settist á endann en fór ekki undir sætið og svo fór ég á snyrtingu í hléi. Með því að takast á við sjálfan mig hef ég farið skref fyrir skref áfram en stundum til baka en þá hefur maður verkfæri sem ég hafði ekki áður. RÚV og menntamálaráðherraÉg hef unnið mikið fyrir því að vera á þeim stað sem ég er á í dag og það eru svo margir sem þurfa hjálp og vilja hjálpina og saman getum við gert enn betur. Þetta er ekki heimska eða vitleysa þetta er eðlilegt ástand þegar maður glímir við félagsfælni og þarf hjálp til að takast á við huga, taugakerfið og allt það líkamlega sem fylgir því að glíma við félagsfælni. Sú manneskja sem skilur ekki hvað félagsfælni er og hvað hún stjórnar lífi margra, barna, ungmenna sem fullorðna þarf að lesa sér til svo að hún geti sett sig í spor þeirra sem glíma við félagsfælni sem byrjar oftast á aldrinum 10 til 15 ára. Það skilur enginn alkóhólisma nema hafa gengið í gegnum það sama og ekki að ósekju að flestir ráðgjafar eru óvirkir alkóhólistar. Vímuefnamisnotkun er ekki óalgeng og því miður hef ég þurft að fylgja nokkrum til grafar sem hefðu þurft hjálp í æsku. Ég var heppinn að lifa af en óska engum svo ills að þurfa að lifa í þessu myrkri. Ég myndi vilja sjá fjölmiðla sýna meira það góða sem gert er og hef óskað eftir því að rúv allra landsmanna geri þætti með okkar augum sem glímum við geðröskun en ekki fengi svar enn. Best að við dæmum ekki það sem við þekkjum ekki. Lesum okkur frekar til og reynum að koma fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig. Þessi bíóferð fyrir 10 árum er ekkert miðað við hvað félagsfælnin rændi af mér áður en gefur mér í dag. Hrói Höttur stóð sig vel í kvöld en ég var hrifnastur af Tóka munk. Höfundur er ráðgjafi og félagsliði.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar