Trump frestar tollahækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 08:07 Donald Trump fundaði með varaforseta Kína, Liu He, í Hvíta húsinu á föstudag. Vísir/AFP Hlutabréfaverð á Asíumörkuðum hækkaði í morgun eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því að hann ætli að bíða með að hækka tolla á vörur frá Kína. Hækkunin átti að taka gildi 1. mars, föstudaginn næstkomandi. Samsetta vísitalan í Sjanghæ hækkaði um fimm prósent við opnun markaða og hefur ekki verið hærri í hálft ár. Ástæða frestunar Trumps er sögð vera sú að samningaviðræður Kínverja og Bandaríkjamanna í tolladeilu þeirra hafa gengið vel um helgina. Því hafi hann ákveðið að fresta hækkunum á vörur frá Kína upp á 200 milljarða dala. Fréttir kínverskra og bandarískra miðla renna stoðum undir fullyrðingar forsetans. Þannig sagði í frétt kínversku ríkisfréttastofunnar Xinhua að „mikill árangur“ hefði náðst í viðræðum um einstaka en þó veigamikla þætti, eins og á sviði hugverkaréttinda og landbúnaðar. Greint var frá því fyrir helgi að Kínverjar hefðu skuldbundið sig til að kaupa vörur frá Bandaríkjunum fyrir 1,2 billjónir (e. trillion) dala, 142 billjónir íslenskra króna. Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að bjóða kínverka starfsbróður sínum, Xi Jinping, til fundar á Flórída ef þeim tekst að ná frekari árangri í samningaviðræðunum. Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. 13. desember 2018 08:00 Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Hlutabréfaverð á Asíumörkuðum hækkaði í morgun eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því að hann ætli að bíða með að hækka tolla á vörur frá Kína. Hækkunin átti að taka gildi 1. mars, föstudaginn næstkomandi. Samsetta vísitalan í Sjanghæ hækkaði um fimm prósent við opnun markaða og hefur ekki verið hærri í hálft ár. Ástæða frestunar Trumps er sögð vera sú að samningaviðræður Kínverja og Bandaríkjamanna í tolladeilu þeirra hafa gengið vel um helgina. Því hafi hann ákveðið að fresta hækkunum á vörur frá Kína upp á 200 milljarða dala. Fréttir kínverskra og bandarískra miðla renna stoðum undir fullyrðingar forsetans. Þannig sagði í frétt kínversku ríkisfréttastofunnar Xinhua að „mikill árangur“ hefði náðst í viðræðum um einstaka en þó veigamikla þætti, eins og á sviði hugverkaréttinda og landbúnaðar. Greint var frá því fyrir helgi að Kínverjar hefðu skuldbundið sig til að kaupa vörur frá Bandaríkjunum fyrir 1,2 billjónir (e. trillion) dala, 142 billjónir íslenskra króna. Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að bjóða kínverka starfsbróður sínum, Xi Jinping, til fundar á Flórída ef þeim tekst að ná frekari árangri í samningaviðræðunum.
Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. 13. desember 2018 08:00 Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. 13. desember 2018 08:00
Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44