Fótbolti

Hjólhestaspyrna Gísla vekur mikla athygli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson. Mynd/Twitter/ @MjallbyAIFs
Gísli Eyjólfsson er á sínu fyrsta tímabili með liðinu Mjällby AIF í sænska fótboltanum og það er óhætt að segja að Blikinn hafi stimplað sig vel inn um helgina.

Gísli skoraði nefnilega frábært mark með hjólhestaspyrnu fyrir utan teig í 4-1 sigri á Bromölla um helgina.

Gísli skoraði fyrsta mark leiksins. Hann fékk boltann fyrir utan teiginn, tók hann á kassann, lagði hann svo fyrir sig og skoraði með hjólhestaspyrnu fyrir utan teig.

Það má sjá þetta magnaða mark hér fyrir neðan.  Þeir á samfélagsmiðlum Mjällby eru þegar farnir að tala um möguleikann á því að þetta verði eitt af mörkum tímabilsins og það er ekki kominn mars.





Gísli Eyjólfsson var ekki eini Íslendingurinn á skotskónum í þessum leik því Óttar Magnús Karlsson skoraði líka fyrir Mjällby í þessum góða sigri. Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin í leiknum.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×