Íbúar á Akureyri ósáttir við steypuframleiðslu Sighvatur Jónsson skrifar 10. febrúar 2019 14:00 Loftmynd af svæðinu í Giljahverfi. Vísir/Aðsent Íbúar í Giljahverfi á Akureyri mótmæla steypueiningaframleiðslu í hverfinu. Formaður hverfisnefndar segir að íbúar hafi áhyggjur af mengandi starfsemi nálægt byggð. Fulltrúi fyrirtækisins segir að það treysti sér til að hanna og byggja verksmiðju sem uppfylli skilyrði heilbrigðisyfirvalda. Fréttavefurinn Vikudagur.is greinir frá því að íbúar í Giljahverfi á Akureyri séu ósáttir við steypueiningaverksmiðju á Rangárvöllum í um 100 metra fjarlægð frá íbúðahverfi. Finnur Víkingsson, formaður hverfisnefndar, segir að íbúar geri athugasemd við fyrirætlanir fyrirtækisins SS Byggir. „Við gerum athugasemd við að það sé verið að búa til skilyrði til þess að hægt sé að setja mengandi starfsemi allt of nálægt íbúðabyggð með allt að 55 desíbela hávaða við rúðu á húsnæði þar sem fólk býr í. Það er verið að búa til leyfi svo starfsemi geti verið þarna frá klukkan sjö á morgnana til klukkan 21 á kvöldin alla virka daga með allt of miklum hávaða,“ segir Finnur.Skipulagsráð Akureyrarbæjar tók málið fyrir nýverið þar sem afgreiðslu umsóknar SS Byggis um stækkun lóðar var frestað þar sem umsagnir liggja ekki fyrir frá Norðurorku og Rarik sem eru með starfsemi á svæðinu.Steypustöð er misskilningur Helgi Örn Eyþórsson hjá SS Byggi segir að fyrirtækið vilji hefja starfsemi sem uppfyllir skilyrði heilbrigðisyfirvalda. Það sé misskilningur að ætlunin sé að reisa steypustöð á svæðinu. Sótt sé um stækkun lóðar til að geta stækkað og lokið framkvæmdum við hálfklárað hús sem fyrirtækið keypti í hverfinu, en þar var áður varaaflstöð Landsvirkjunar. Vegna gagnrýni nágranna segir Helgi að ein steypueiningavinnustöð sé í húsinu sem sé notuð hluta úr ári. Fyrirtækið treysti sér til að hanna og byggja steypueiningaverksmiðju sem verði innan mengunarmarka.Uppfært 11. febrúar klukkan 10.35: Í umsókn SS Byggis til Akureyjarbæjar frá 17. janúar 2018 sem fréttastofa hefur undir höndum kemur skýrt fram að ætlunin sé að setja upp steypustöð: „Lóðarhafi er með rekstur á einingaverksmiðju fyrir steyptar einingar og hyggst auka þá framleiðslu með því að stækka húsið og í framhaldi af því að setja upp steypustöð.“Umsókn verði hafnað Finnur Víkingsson, formaður hverfisnefndar, vonar að bæjaryfirvöld hafni umsókn lóðarhafa um stækkun á þeim forsendum að hann fái aldrei leyfi til að setja upp steypustöð og ekki stækkun á steypueiningarverksmiðju. „Ef hann fær stækkun á lóðina er það óbeint leyfi til að byggja steypustöð sem bæjaryfirvöld ætla aldrei að leyfa honum að setja í gang,“ segir Finnur. Akureyri Skipulag Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Íbúar í Giljahverfi á Akureyri mótmæla steypueiningaframleiðslu í hverfinu. Formaður hverfisnefndar segir að íbúar hafi áhyggjur af mengandi starfsemi nálægt byggð. Fulltrúi fyrirtækisins segir að það treysti sér til að hanna og byggja verksmiðju sem uppfylli skilyrði heilbrigðisyfirvalda. Fréttavefurinn Vikudagur.is greinir frá því að íbúar í Giljahverfi á Akureyri séu ósáttir við steypueiningaverksmiðju á Rangárvöllum í um 100 metra fjarlægð frá íbúðahverfi. Finnur Víkingsson, formaður hverfisnefndar, segir að íbúar geri athugasemd við fyrirætlanir fyrirtækisins SS Byggir. „Við gerum athugasemd við að það sé verið að búa til skilyrði til þess að hægt sé að setja mengandi starfsemi allt of nálægt íbúðabyggð með allt að 55 desíbela hávaða við rúðu á húsnæði þar sem fólk býr í. Það er verið að búa til leyfi svo starfsemi geti verið þarna frá klukkan sjö á morgnana til klukkan 21 á kvöldin alla virka daga með allt of miklum hávaða,“ segir Finnur.Skipulagsráð Akureyrarbæjar tók málið fyrir nýverið þar sem afgreiðslu umsóknar SS Byggis um stækkun lóðar var frestað þar sem umsagnir liggja ekki fyrir frá Norðurorku og Rarik sem eru með starfsemi á svæðinu.Steypustöð er misskilningur Helgi Örn Eyþórsson hjá SS Byggi segir að fyrirtækið vilji hefja starfsemi sem uppfyllir skilyrði heilbrigðisyfirvalda. Það sé misskilningur að ætlunin sé að reisa steypustöð á svæðinu. Sótt sé um stækkun lóðar til að geta stækkað og lokið framkvæmdum við hálfklárað hús sem fyrirtækið keypti í hverfinu, en þar var áður varaaflstöð Landsvirkjunar. Vegna gagnrýni nágranna segir Helgi að ein steypueiningavinnustöð sé í húsinu sem sé notuð hluta úr ári. Fyrirtækið treysti sér til að hanna og byggja steypueiningaverksmiðju sem verði innan mengunarmarka.Uppfært 11. febrúar klukkan 10.35: Í umsókn SS Byggis til Akureyjarbæjar frá 17. janúar 2018 sem fréttastofa hefur undir höndum kemur skýrt fram að ætlunin sé að setja upp steypustöð: „Lóðarhafi er með rekstur á einingaverksmiðju fyrir steyptar einingar og hyggst auka þá framleiðslu með því að stækka húsið og í framhaldi af því að setja upp steypustöð.“Umsókn verði hafnað Finnur Víkingsson, formaður hverfisnefndar, vonar að bæjaryfirvöld hafni umsókn lóðarhafa um stækkun á þeim forsendum að hann fái aldrei leyfi til að setja upp steypustöð og ekki stækkun á steypueiningarverksmiðju. „Ef hann fær stækkun á lóðina er það óbeint leyfi til að byggja steypustöð sem bæjaryfirvöld ætla aldrei að leyfa honum að setja í gang,“ segir Finnur.
Akureyri Skipulag Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira