Enski boltinn

Scholes byrjaði á sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það var glatt yfir Scholes á hliðarlínunni
Það var glatt yfir Scholes á hliðarlínunni vísir/getty
Paul Scholes hefur lært eitthvað af fyrrum samherja sínum hjá Manchester United, Ole Gunnar Solskjær, og frábærri byrjun hans í nýju starfi.

Scholes tók við D-deildar liðinu Oldham Athletic á dögunum, hans fyrsta starfi sem aðalþjálfari.

Lið hans vann 4-1 sigur á Yeovil Town á heimavelli í gærkvöld.

Scholes var duglegur að gagnrýna stjórnarhætti Jose Mourinho hjá Manchester United og hann steig fyrsta skrefið í að sanna að hann viti nú um hvað hann er að tala með því að vinna sigur í sínum fyrsta leik.

United goðsögnin sagðist ætla að nýta sér tengslanet sitt hjá gamla félaginu í þessu starfi og eru menn strax farnir að njóta þess, framherjinn Zak Dearnley fékk sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Oldham í gær en Dearnley er á láni frá akademíu United.

Scholes ætlar sér þó greinilega ekki að vera strengjabrúða þeirra sem halda utan um peningaveskið, strax í upphafi leiks meiddist Tom Hamer og Scholes setti einn Rob Hunt inn á í staðinn. Það er merkilegt fyrir þær sakir að eigandi félagsins, Abdallah Lemsagam, hafði bannað Hunt að spila leikinn.

Oldham er nú í 11. sæti deildarinnar með 45 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×