Enski boltinn

„Paul Pogba á að skammast sín“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Paul Pogba fékk rautt spjald í gærkvöldi.
Paul Pogba fékk rautt spjald í gærkvöldi. vísir/getty
Paul Pogba átti ekki sinn besta leik í gærkvöldi þegar að Manchester United tapaði, 2-0, fyrir PSG í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta.

Franski miðjumaðurinn hefur aftur á móti verið ótrúlegur undanfarnar vikur eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við liðinu af José Mourinho. Samband Pogba og Mourinho var alls ekki gott og virtist Frakkinn á útleið.

Pogba skoraði þrjú mörk og gaf þrjár stoðsendingar í 17 leikjum undir stjórn Mourinho í ensku úrvalsdeildinni en undir stjórn Solskjær er hann búinn að skora átta mörk og gefa fimm stoðsendingar í níu leikjum.

Iain Dowie, fyrrverandi leikmaður og stjóri í úrvalsdeildinni, hefur mikið dálæti á Pogba sem leikmanni en honum finnst skrítið hvað fyrri hluti tímabilsins og framkoma Pogba sem og frammistaða hans á þeim tíma hefur gleymst í gleðinni.





„Ég er mikill aðdáandi Pogba. Hann er heimsklassa leikmaður en hann ætti að skammast sín fyrir það hvernig hann stóð sig fyrri hluta leiktíðar. Fleiri ættu að gera slíkt hið sama. Það þýðir ekkert bara að mæta allt í einu og skora átta mörk í níu leikjum og þá gleymist allt sem á undan gekk,“ segir Dowie.

„Þrátt fyrir að þú lendir upp á kant við knattspyrnustjórann, sem er einn sá besti í heiminum, eru vonbrigði að þú standir þig ekki betur fyrir þennan mann sem er að reyna að fá það besta út úr þér og fékk þig aftur til félagsins.“

„Það eru allir búnir að gleyma þessu því Pogba er að spila svo vel. Hann er heimsmeistari og frábær leikmaður. Hann átti aldrei að lenda í þessu stappi við stjórann. Bara stolt hans hefði átt að koma í veg fyrir það,“ segir Iain Dowie.


Tengdar fréttir

Fyrsta tap Solskjær kom gegn PSG

Manchester United er svo gott sem úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tveggja marka tap fyrir Paris Saint-Germain á heimavelli sínum í kvöld. Þetta var fyrsta tap United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.

Draxler: Við getum stöðvað Pogba

Það er stórleikur í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld er Manchester United tekur á móti franska ofurliðinu PSG á Old Trafford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×