Enski boltinn

Klopp ákærður vegna ummæla eftir leikinn gegn West Ham

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Klopp ræddi við dómarann í leikslok á London Stadium
Klopp ræddi við dómarann í leikslok á London Stadium vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Jurgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, fyrir ummæli sem hann lét falla eftir leik West Ham og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í byrjun febrúar.

Sadio Mane kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik leiksins með marki sem hefði átt að vera dæmt af vegna rangstöðu. Eftir leikinn sagði Klopp að „þetta útskýrir aðeins seinni hálfleikinn, því ég held dómarinn hafi fengið að vita þetta í hálfleik.“

„Það var mikið af skrýtnum ákvörðunum sem tóku taktinn úr leiknum.“

Þessi ummæli eru talin brjóta á reglum enska knattspyrnusambandsins og vega að heiðarleika dómarans.

Klopp hefur til loka dags 18. febrúar til þess að svara ákærunni, geri hann það ekki fær hann líklega sekt.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×