Bankastjóri Arion segir stjórnvöld fara offari í álögum á bankana Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. febrúar 2019 19:15 Stjórnvöld stýra fólki í átt að viðskiptum hjá erlendum bönkum og lífeyrissjóðum með of miklum álögum á íslensku bankana að mati bankastjóra Arion banka. Verið sé að skoða hvort hækka eigi vexti á fyrirtæki vegna aukinna opinberra gjalda. Bankastjórinn fékk ekki kaupauka fyrir árið 2018 þar sem hagnaður bankans dróst saman um tæpan helming. Arion banki kynnti uppgjör sitt fyrir 4. ársfjórðung 2018 í höfuðstöðvum sínum í dag. En fram hefur komið að alls dróst hagnaður bankans og arðsemi saman um tæpan helming milli áranna 2017 og 2018. Ástæður þess má rekja til óhagstæðra aðstæðna að sögn Höskuldar H. Ólafssonar bankastjóra. „Við erum þarna með fjárhagsliði, skuldabréfamarkað og stöður gagnvart einstökum fyrirtækjum til dæmis í fluggeiranum. Það reyndist okkur mjög þungt á síðasta ári og eru svona megináhrifin,“ segir Höskuldur. Fram hefur komið að Arion banki tapaði miklum fjármunum á gjaldþroti Primera Air á síðasta ári. Höskuldur segir að fjárfesting bankans í United Silicon og Stakkbergi séu ekki stórir áhrifaþættir í uppgjöri ársins 2018. „Gengi þeirra fyrirtækja hefur ekki mikil áhrif á uppgjörið á síðasta ári en hafði áhrif á fyrri tímabilum,“ segir hann. Mánaðalaun Höskuldar eru 6,2 milljónir en hann fékk engar kaupaukagreiðslur í ár vegna þess hve hagnaðurinn dróst saman. „Þegar hagnaðurinn er langt undir væntingum þá er ekki greitt neitt sérstaklega fyrir árangur það árið. Til dæmis í mínu tilfelli þá verða engar kaupaukagreiðslur til mín frá síðasta ári,“ segir Höskuldur. Þörf á vaxtahækkunHöskuldur segir þörf á að hækka vexti og verið sé að skoða að hækka vexti á fyrirtæki. „Ástæðan er sú vextirnir hafa verið að lækka mikið. Síðan er það hráefnið sem bankinn notar þ.e. tilkostnaður hans við að ná í fjármagn sem hefur aukist. Það þarf þá að endurspeglast í þeim kjörum sem við bjóðum útávið. Að sama skapi hafa skattaálögur og aðrar álögur og kvaðir á bankanna af hálfu hins opinbera verið að aukast. Þessu þurfa bankarnir að mæta með því að hagræða í kostnaði og síðan að velta hluta af þessu út á viðskiptavininn,“ segir Höskuldur.Bankaskatturinn hærri en veiðigjöldinHöskuldur gagnrýnir harðlega bankaskattinn sem sé afar íþyngjandi bæði fyrir bankanna og viðskiptavini. „Bankaskatturinn er lagður á innstæður viðskiptavini og aðra fjármögnun bankanna. Bankinn þarf þannig að greiða um 370 krónur af hverri 100.000 króna innstæðu. Alls greiða íslensku bankarnir á þrettándu milljarða króna í þennan skatt sem er að ég held meira en hin umtöluðu veiðigjöld. Þetta er í raun bara skattur á innstæður og skattur á fjármögnun bankanna sem er ósanngjarnt. Það eru til einhverjar sambærilegar álögur í þremur til fjórum öðrum Evrópuríkjum en þær eru tíu sinnum lægri. Þarna finnst okkur vera farið offari því þetta lendir bara á neytendum,“ segir Höskuldur. [ Hann segir að með miklum álögum séu stjórnvöld að stýra hegðun neytenda í aðrar áttir. „Stjórnvöld eru að stýra viðskiptavinum annars vegar til erlendra banka eða í áttina að lífeyrissjóðum sem er algjörlega óskiljanlegt,“ segir Höskuldur H. Ólafsson. Íslenskir bankar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Stjórnvöld stýra fólki í átt að viðskiptum hjá erlendum bönkum og lífeyrissjóðum með of miklum álögum á íslensku bankana að mati bankastjóra Arion banka. Verið sé að skoða hvort hækka eigi vexti á fyrirtæki vegna aukinna opinberra gjalda. Bankastjórinn fékk ekki kaupauka fyrir árið 2018 þar sem hagnaður bankans dróst saman um tæpan helming. Arion banki kynnti uppgjör sitt fyrir 4. ársfjórðung 2018 í höfuðstöðvum sínum í dag. En fram hefur komið að alls dróst hagnaður bankans og arðsemi saman um tæpan helming milli áranna 2017 og 2018. Ástæður þess má rekja til óhagstæðra aðstæðna að sögn Höskuldar H. Ólafssonar bankastjóra. „Við erum þarna með fjárhagsliði, skuldabréfamarkað og stöður gagnvart einstökum fyrirtækjum til dæmis í fluggeiranum. Það reyndist okkur mjög þungt á síðasta ári og eru svona megináhrifin,“ segir Höskuldur. Fram hefur komið að Arion banki tapaði miklum fjármunum á gjaldþroti Primera Air á síðasta ári. Höskuldur segir að fjárfesting bankans í United Silicon og Stakkbergi séu ekki stórir áhrifaþættir í uppgjöri ársins 2018. „Gengi þeirra fyrirtækja hefur ekki mikil áhrif á uppgjörið á síðasta ári en hafði áhrif á fyrri tímabilum,“ segir hann. Mánaðalaun Höskuldar eru 6,2 milljónir en hann fékk engar kaupaukagreiðslur í ár vegna þess hve hagnaðurinn dróst saman. „Þegar hagnaðurinn er langt undir væntingum þá er ekki greitt neitt sérstaklega fyrir árangur það árið. Til dæmis í mínu tilfelli þá verða engar kaupaukagreiðslur til mín frá síðasta ári,“ segir Höskuldur. Þörf á vaxtahækkunHöskuldur segir þörf á að hækka vexti og verið sé að skoða að hækka vexti á fyrirtæki. „Ástæðan er sú vextirnir hafa verið að lækka mikið. Síðan er það hráefnið sem bankinn notar þ.e. tilkostnaður hans við að ná í fjármagn sem hefur aukist. Það þarf þá að endurspeglast í þeim kjörum sem við bjóðum útávið. Að sama skapi hafa skattaálögur og aðrar álögur og kvaðir á bankanna af hálfu hins opinbera verið að aukast. Þessu þurfa bankarnir að mæta með því að hagræða í kostnaði og síðan að velta hluta af þessu út á viðskiptavininn,“ segir Höskuldur.Bankaskatturinn hærri en veiðigjöldinHöskuldur gagnrýnir harðlega bankaskattinn sem sé afar íþyngjandi bæði fyrir bankanna og viðskiptavini. „Bankaskatturinn er lagður á innstæður viðskiptavini og aðra fjármögnun bankanna. Bankinn þarf þannig að greiða um 370 krónur af hverri 100.000 króna innstæðu. Alls greiða íslensku bankarnir á þrettándu milljarða króna í þennan skatt sem er að ég held meira en hin umtöluðu veiðigjöld. Þetta er í raun bara skattur á innstæður og skattur á fjármögnun bankanna sem er ósanngjarnt. Það eru til einhverjar sambærilegar álögur í þremur til fjórum öðrum Evrópuríkjum en þær eru tíu sinnum lægri. Þarna finnst okkur vera farið offari því þetta lendir bara á neytendum,“ segir Höskuldur. [ Hann segir að með miklum álögum séu stjórnvöld að stýra hegðun neytenda í aðrar áttir. „Stjórnvöld eru að stýra viðskiptavinum annars vegar til erlendra banka eða í áttina að lífeyrissjóðum sem er algjörlega óskiljanlegt,“ segir Höskuldur H. Ólafsson.
Íslenskir bankar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira