Enski boltinn

United vill gera de Gea launahæstan í sögunni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
De Gea er á meðal bestu markvarða heims
De Gea er á meðal bestu markvarða heims vísir/getty
Manchester United ætlar að gera David de Gea að launahæsta leikmanni í sögu fótbolta á Englandi til þess að halda leikmanninum á Old Trafford.

Samkvæmt frétt The Times er Ed Woodward með það að halda de Gea jafn hátt á forgangslistanum og að ráða nýjan framtíðarstjóra.

Heimildir blaðsins segja United ætla að bjóða Spánverjanum fimm ára samning upp á yfir 90 milljónir punda, sem er launahæsti grunnpakki í sögu úrvalsdeildarinnar.

De Gea hefur verið valinn leikmaður ársins hjá félaginu fjögur af síðustu fimm árum og þar sem hann hefur látið í ljós að hann vilji vera áfram í Manchester eru óraunhæfar kröfur umboðsmanna það eina sem gæti komið í veg fyrir samninginn.

Þá leitast United einnig við að framlengja við Marcus Rashford, Ander Herrera og Juan Mata á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×