Enski boltinn

Solskjær vonar að Sanchez verði eins og tómatsósuflaska

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Solskjær ætlar að ná Sanchez í gang.
Solskjær ætlar að ná Sanchez í gang. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man. Utd, hefur enn fulla trú á því að Alexis Sanchez muni finna sig í búningi félagsins.

„Við vitum að hann er frábær leikmaður. Þetta er eins og með tómatsósuflösku. Þegar það byrjar að koma úr henni þá hættir það ekki. Ég hef engar áhyggjur af honum,“ sagði Solskjær.

Sanchez viðurkennir sjálfur að hann hafi valdið vonbrigðum hjá United og finnst það leiðinlegt. Hann vildi glaður gleðja stuðningsmenn félagsins.

Man. Utd á stórleik í kvöld gegn Chelsea í bikarnum en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Enski bikarinn er líklega síðasti möguleiki United á titli í vetur en stjórinn telur sitt lið vera inn í tveimur keppnum.

„Ég vil ekki segja að þetta sé okkar síðasta tækifæri á titli því við eigum enn eftir að fara til Parísar í Meistaradeildinni. Möguleikarnir þar eru þó vissulega minni,“ sagði Solskjær.

„Það vilja allir spila bikarúrslitaleik á Wembley. Ein af mínum bestu minningum í búningi United er þegar við unnum bikarinn gegn Newcastle.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×