Varar við „fölskum orðrómum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2019 15:26 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, varar við fölskum orðrómum. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW Air, fullvissar starfsmenn flugfélagsins um það að viðræður við fjárfestingafélagið Indigo Partners gangi vel. Þetta kemur fram í bréfi Skúla til starfsmanna í dag og segir um leið eðlilegt að viðræðurnar við Indigo taki lengri tíma en búist hafi verið við. Fréttablaðið greinir frá.Greint var frá því á vefsíðunni Túristi.is um helgina að WOW Air hefði óskað eftir fresti fram í miðjan mars til að gera upp ógreidd lendinga- og farþegagjöld á erlendum flugvöllum. Skúli Mogensen hefur ekkert tjáð sig um málið við fjölmiðla en í bréfinu til starfsmanna segir hann meðal annars að „áfram verða falskir orðrómar um WOW air“ án þess að tilgreina nákvæmlega til hvers hann sé að vísa.Í tilkynningu frá Isavia í dag kom fram að sætaframboð WOW air á Keflavíkurflugvelli minnki um 44 prósent í sumar miðað við áætlanir flugfélaganna. Framboð á flugi til og frá Bandaríkjanna, þar sem WOW air hefur verið atkvæðamikið, minnkar um 29 prósent. Skúli segir í bréfinu að árið hafi byrjað vel hjá WOW. Innkoma fram úr áætlun og sömuleiðis bókanir inn á fyrstu tvo ársfjórðunga. Valentínusardagsherferð hafi svínvirkað og þá hafi stundvísi flugferða aldrei verið meiri yfir vetrartímann.Uppfært klukkan 16:45Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í svari við fyrirspurn Vísis að flugfélagið skuldi engan af þeim erlendu flugvöllum sem WOW air fljúgi til. „Lokauppgjör til flugvalla sem við erum ekki lengur að fljúga til er í venjulegum uppgjörsfasa en það tekur tíma líkt og eðlilegt er,“ segir Svana. „WOW air hefur farið í umfangsmikla endurskipulagningu í vetur og minnkað framboð töluvert miðað við síðasta ár eins og margoft hefur komið fram. Þessari endurskipulagningu fylgja óhjákvæmilega töluverðar breytingar á starfsmannafjölda, leiðakerfi og flugflota félagsins. WOW air hefur alla tíð verið í mjög góðu sambandi við sína lánadrottna og leyft þeim að fylgjast með gang mála.“ Varðandi Indigo þá gangi viðræður vel. Að svo stöddu tjái flugfélagið sig ekki nánar um þær.Bréf Skúla til starfsmanna WOW air. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW Air, fullvissar starfsmenn flugfélagsins um það að viðræður við fjárfestingafélagið Indigo Partners gangi vel. Þetta kemur fram í bréfi Skúla til starfsmanna í dag og segir um leið eðlilegt að viðræðurnar við Indigo taki lengri tíma en búist hafi verið við. Fréttablaðið greinir frá.Greint var frá því á vefsíðunni Túristi.is um helgina að WOW Air hefði óskað eftir fresti fram í miðjan mars til að gera upp ógreidd lendinga- og farþegagjöld á erlendum flugvöllum. Skúli Mogensen hefur ekkert tjáð sig um málið við fjölmiðla en í bréfinu til starfsmanna segir hann meðal annars að „áfram verða falskir orðrómar um WOW air“ án þess að tilgreina nákvæmlega til hvers hann sé að vísa.Í tilkynningu frá Isavia í dag kom fram að sætaframboð WOW air á Keflavíkurflugvelli minnki um 44 prósent í sumar miðað við áætlanir flugfélaganna. Framboð á flugi til og frá Bandaríkjanna, þar sem WOW air hefur verið atkvæðamikið, minnkar um 29 prósent. Skúli segir í bréfinu að árið hafi byrjað vel hjá WOW. Innkoma fram úr áætlun og sömuleiðis bókanir inn á fyrstu tvo ársfjórðunga. Valentínusardagsherferð hafi svínvirkað og þá hafi stundvísi flugferða aldrei verið meiri yfir vetrartímann.Uppfært klukkan 16:45Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í svari við fyrirspurn Vísis að flugfélagið skuldi engan af þeim erlendu flugvöllum sem WOW air fljúgi til. „Lokauppgjör til flugvalla sem við erum ekki lengur að fljúga til er í venjulegum uppgjörsfasa en það tekur tíma líkt og eðlilegt er,“ segir Svana. „WOW air hefur farið í umfangsmikla endurskipulagningu í vetur og minnkað framboð töluvert miðað við síðasta ár eins og margoft hefur komið fram. Þessari endurskipulagningu fylgja óhjákvæmilega töluverðar breytingar á starfsmannafjölda, leiðakerfi og flugflota félagsins. WOW air hefur alla tíð verið í mjög góðu sambandi við sína lánadrottna og leyft þeim að fylgjast með gang mála.“ Varðandi Indigo þá gangi viðræður vel. Að svo stöddu tjái flugfélagið sig ekki nánar um þær.Bréf Skúla til starfsmanna WOW air.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira