Enski boltinn

Leeds fékk smásekt fyrir njósnir Bielsa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Marco Bielsa er skrautlegur stjóri.
Marco Bielsa er skrautlegur stjóri. vísir/getty
Leeds United hefur verið sektað um 200 þúsund pund eftir hafa njósnað um æfingu Derby County fyrir leik liðanna í síðasta mánuði.

Tveimur dögum fyrir leik Derby og Leeds var lögreglu gert viðvart um grunnsamlegar mannaferðir á æfingasvæði Frank Lampard og félaga í Derby.

Hinn skrautlegi stjóri, Marco Bielsa, viðurkenndi svo í viðtali fyrir leikinn gegn Derby að maðurinn hafi verið á hans vegum og hann hafi njósnað um alla andstæðinga Leeds í vetur.

Njósnirnar skiluðu sínu því Leeds vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu en nú hefur enska knattspyrnusambandið ákveðið að sekta félagið um tvö hundruð þúsund punt.










Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×