Lífið

Ariana Grande jafnar sögulegan árangur Bítlanna

Sylvía Hall skrifar
Þrátt fyrir mikla erfiðleika í einkalífinu er ferill söngkonunnar á mikilli siglingu.
Þrátt fyrir mikla erfiðleika í einkalífinu er ferill söngkonunnar á mikilli siglingu. Vísir/Getty
Söngkonan Ariana Grande er fyrsti tónlistarmaðurinn til þess að eiga þrjú efstu lögin á Billboard Hot 100 listanum síðan Bítlarnir náðu þeim áfanga árið 1964. Grande gaf nýverið út plötuna „thank u, next“ sem hefur náð miklum vinsældum á skömmum tíma.

Í efsta sæti listans er lagið „7 Rings“ sem hefur trónað á toppi listans í fjórar vikur. Því næst kemur lagið „Break Up With Your Girlfriend, I‘m Bored“ sem kemur nýtt inn á listann í annað sætið og þá færir smellurinn „thank u, next“ sig upp um fjögur sæti úr því sjöunda upp í það þriðja.

Líkt og fyrr sagði hefur enginn tónlistarmaður náð þessum áfanga síðan í mars og apríl árið 1964 þegar Bítlarnir urðu fyrstir til þess með lögin „Can‘t Buy Me Love“, „Twist and Shout“ og „Do You Want to Know a Secret“. Bítlarnir áttu seinna meir fimm efstu sætin þegar lögin „She Loves You“, „I Want to Hold Your Hand“ og „Please Please Me“ náðu líka sætum á listanum.

Sá tónlistarmaður sem hefur komist næst því að jafna þennan árangur er rapparinn Drake sem átti fyrsta, annað og fjórða sæti listans í júlí 2018 með lögunum „Nice for What“, „Nonstop“ og „God‘s Plan“.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×