ESB kallar Gíbraltar nýlendu Bretlands Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2019 15:51 Gíbraltar hefur verið í eigu Breta frá árinu 1713 og eru íbúar svæðisins breskir. EPA/ANDRES CARRASCO RAGEL Yfirvöld Bretlands hafa kvartað yfir því að Evrópusambandið skilgreini Gíbraltar sem breska nýlendu. Sú skilgreining er talin sýna að ESB ætli að standa við bakið á Spánverjum í deilunni um svæðið í kjölfar úrsagnar Bretlands úr sambandinu. Skilgreining Gíbraltar sem nýlendu kom fram í frumvarpi ESB um að Bretar fái heimild til að ferðast til ríkja ESB í 90 daga í kjölfar Brexit og Evrópubúar fái sömu heimild til að ferðast til Bretlands. Í því frumvarpi eru 33 þúsund íbúar Gíbraltar ekki skilgreindir sem breskir ríkisborgarar. Þess í stað er Gíbraltar skilgreint sem nýlenda Bretlands. Sendiherra Bretlands hjá Evrópusambandinu hefur lagt fram formleg mótmæli vegna skilgreiningarinnar. Spánverjar og Bretar hafa deilt um yfirráð Gíbraltar um árabil. Yfirvöld Spánar hafa viljað tengja umræðu svæðisins við Brexit-viðræður Breta og ESB en yfirvöld Bretlands hafa ekki tekið það í mál.Vilja vera breskir Gíbraltar hefur verið í eigu Breta frá árinu 1713 og eru íbúar svæðisins breskir. Þeir stjórna sínum málum, að utanríkis- og varnarmálum undanskildum, sjálfir. Árið 2002 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla á Gíbraltar um fullveldi þeirra. Þar var spurt hvort að Bretar ættu að deila stjórn Gíbraltar með Spánverjum. Niðurstaðan var sú að 99 prósent þeirra um 18 þúsund íbúa sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, sem kusu sögðu nei. Hins vegar kaus meirihluti þeirra að vera áfram í ESB.Í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit hafa skoðanakannanir sýnt fram á að íbúar Gíbraltar vilja þó áfram vera breskir ríkisborgarar, samkvæmt Reuters.Þegar Bretland gekk í ESB árið 1973 var Gíbraltar skilgreint sem nýlenda en því var breytt árið 2002. Talsmaður Ríkisstjórnar Bretlands sagði óásættanlegt að lýsa Gíbraltar sem nýlendu. Gíbraltar væri fullgildur aðili að bresku fjölskyldunni, eins og hann orðaði það, og það myndi ekki breytast með Brexit.Í áðurnefndu frumvarpi (neðst á næstsíðustu síðunni) segir að Gíbraltar sé nýlenda Bretlands. Þar segir einnig að deilur standi yfir milli Spánar og Bretlands um svæðið og lausn þurfi að finnast á þeirri deilu með tilliti til ályktana Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem þar eiga við.Sameinuðu þjóðirnar ályktuðu í desember að Spánn og Bretland þyrftu að finna lausn á deilunni. Krafa Spánverja um yfirráð yfir Gíbraltar byggja á reglum Sameinuðu þjóðanna um afhendingu nýlendna. Reglur þær draga úr vægi skoðana íbúa tiltekinn „nýlendna“. Í samtali við Reuters sagði ónefndur háttsettur embættismaður ESB að áður hefði sambandið iðulega staðið með Bretum í deilunni um Gíbraltar. Það ætti ekki lengur við. Nú væru Bretar á leið út en ekki Spánverjar og sambandið myndi standa við bakið á aðildarríkjum sínum gegn öðrum ríkjum. Bretland Evrópusambandið Gíbraltar Spánn Tengdar fréttir Vonast til ásættanlegrar niðurstöðu varðandi Gíbraltar Filippus, konungur Spánar, er í opinberri heimsókn í Bretlandi þar sem hann sótti Elísabetu drottningu heim. 12. júlí 2017 16:46 Krefst þess að deilan um Gíbraltar verði leyst fyrir Brexit-fund Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman í Brussel á morgun til að kvitta undir samninginn um útgöngu Bretlands úr sambandinu. 24. nóvember 2018 10:28 Theresa May við ESB: Fullveldi Gíbraltar er ekki til umræðu Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tjáir Donald Tusk, formanni leiðtoganefndar Evrópusambandsins, að fullveldi Gíbraltar verði ekki til umræðu í komandi útgönguviðræðum. 6. apríl 2017 18:41 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
Yfirvöld Bretlands hafa kvartað yfir því að Evrópusambandið skilgreini Gíbraltar sem breska nýlendu. Sú skilgreining er talin sýna að ESB ætli að standa við bakið á Spánverjum í deilunni um svæðið í kjölfar úrsagnar Bretlands úr sambandinu. Skilgreining Gíbraltar sem nýlendu kom fram í frumvarpi ESB um að Bretar fái heimild til að ferðast til ríkja ESB í 90 daga í kjölfar Brexit og Evrópubúar fái sömu heimild til að ferðast til Bretlands. Í því frumvarpi eru 33 þúsund íbúar Gíbraltar ekki skilgreindir sem breskir ríkisborgarar. Þess í stað er Gíbraltar skilgreint sem nýlenda Bretlands. Sendiherra Bretlands hjá Evrópusambandinu hefur lagt fram formleg mótmæli vegna skilgreiningarinnar. Spánverjar og Bretar hafa deilt um yfirráð Gíbraltar um árabil. Yfirvöld Spánar hafa viljað tengja umræðu svæðisins við Brexit-viðræður Breta og ESB en yfirvöld Bretlands hafa ekki tekið það í mál.Vilja vera breskir Gíbraltar hefur verið í eigu Breta frá árinu 1713 og eru íbúar svæðisins breskir. Þeir stjórna sínum málum, að utanríkis- og varnarmálum undanskildum, sjálfir. Árið 2002 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla á Gíbraltar um fullveldi þeirra. Þar var spurt hvort að Bretar ættu að deila stjórn Gíbraltar með Spánverjum. Niðurstaðan var sú að 99 prósent þeirra um 18 þúsund íbúa sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, sem kusu sögðu nei. Hins vegar kaus meirihluti þeirra að vera áfram í ESB.Í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit hafa skoðanakannanir sýnt fram á að íbúar Gíbraltar vilja þó áfram vera breskir ríkisborgarar, samkvæmt Reuters.Þegar Bretland gekk í ESB árið 1973 var Gíbraltar skilgreint sem nýlenda en því var breytt árið 2002. Talsmaður Ríkisstjórnar Bretlands sagði óásættanlegt að lýsa Gíbraltar sem nýlendu. Gíbraltar væri fullgildur aðili að bresku fjölskyldunni, eins og hann orðaði það, og það myndi ekki breytast með Brexit.Í áðurnefndu frumvarpi (neðst á næstsíðustu síðunni) segir að Gíbraltar sé nýlenda Bretlands. Þar segir einnig að deilur standi yfir milli Spánar og Bretlands um svæðið og lausn þurfi að finnast á þeirri deilu með tilliti til ályktana Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem þar eiga við.Sameinuðu þjóðirnar ályktuðu í desember að Spánn og Bretland þyrftu að finna lausn á deilunni. Krafa Spánverja um yfirráð yfir Gíbraltar byggja á reglum Sameinuðu þjóðanna um afhendingu nýlendna. Reglur þær draga úr vægi skoðana íbúa tiltekinn „nýlendna“. Í samtali við Reuters sagði ónefndur háttsettur embættismaður ESB að áður hefði sambandið iðulega staðið með Bretum í deilunni um Gíbraltar. Það ætti ekki lengur við. Nú væru Bretar á leið út en ekki Spánverjar og sambandið myndi standa við bakið á aðildarríkjum sínum gegn öðrum ríkjum.
Bretland Evrópusambandið Gíbraltar Spánn Tengdar fréttir Vonast til ásættanlegrar niðurstöðu varðandi Gíbraltar Filippus, konungur Spánar, er í opinberri heimsókn í Bretlandi þar sem hann sótti Elísabetu drottningu heim. 12. júlí 2017 16:46 Krefst þess að deilan um Gíbraltar verði leyst fyrir Brexit-fund Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman í Brussel á morgun til að kvitta undir samninginn um útgöngu Bretlands úr sambandinu. 24. nóvember 2018 10:28 Theresa May við ESB: Fullveldi Gíbraltar er ekki til umræðu Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tjáir Donald Tusk, formanni leiðtoganefndar Evrópusambandsins, að fullveldi Gíbraltar verði ekki til umræðu í komandi útgönguviðræðum. 6. apríl 2017 18:41 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
Vonast til ásættanlegrar niðurstöðu varðandi Gíbraltar Filippus, konungur Spánar, er í opinberri heimsókn í Bretlandi þar sem hann sótti Elísabetu drottningu heim. 12. júlí 2017 16:46
Krefst þess að deilan um Gíbraltar verði leyst fyrir Brexit-fund Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman í Brussel á morgun til að kvitta undir samninginn um útgöngu Bretlands úr sambandinu. 24. nóvember 2018 10:28
Theresa May við ESB: Fullveldi Gíbraltar er ekki til umræðu Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tjáir Donald Tusk, formanni leiðtoganefndar Evrópusambandsins, að fullveldi Gíbraltar verði ekki til umræðu í komandi útgönguviðræðum. 6. apríl 2017 18:41
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“