Körfubolti

Dirk nær að vera liðsfélagi feðga: Sautján ár á milli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dirk Nowitzki.
Dirk Nowitzki. Getty/Elsa
Þýska körfuboltagoðsögnin Dirk Nowitzki er enn að spila með Dallas Mavericks í NBA-deildinni þrátt fyrir að vera orðinn fertugur. Fyrir vikið nær hann sérstökum tímamótum.

Dallas Mavericks skipti um leikmenn við New York Knicks í síðustu viku og fékk þá meðal annars Tim Hardaway Jr. frá New York.

Tim Hardaway Jr. er orðinn 26 ára gamall og hefur verið í NBA-deildinni frá árinu 2013. Faðir hans var einnig NBA-leikmaður og meira að segja stórstjarna í deildinni á sínum tíma.

Dirk Nowitzki nær því að vera liðsfélagi feðganna en það liðu þó sautján ár á milli.



Tim Hardaway eldri lék í NBA-deildinni frá 1989 til 2003 en frægastur er hann fyrir tíma sinn hjá Golden State Warriors (1989-1996) og Miami Heat (1996-2001).

Tim Hardaway eldri lék aftur á móti með Dallas Mavericks tímabilið 2001-02 og var þá liðsfélagi Dirk Nowitzki.

Tímabilið 2001-02 þá var Dirk Nowitzki með 23,4 stig og 9,9 fráköst að meðaltali í leik en Tim Hardaway, þá orðinn 35 ára, var með 9,6 stig og 3,7 stoðsendingar í leik.

Dirk Nowitzki er væntanlega á sínu síðasta tímabili með Dallas Mavericks en hann er þó með 14,8 stig að meðaltali í vetur. Þetta er orðið liðið hans Luka Doncic en slóvenski nýliðinn er með 23,2 stig, 7,9 fráköst og 6,1 stoðsendingu að meðaltali á sínu fyrsta tímabilið í NBA-deildinni. Doncic er líka enn bara 19 ára gamall.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×