Jákvæðar fréttir frá Liverpool

Eftir tvö þungbær jafntefli við Leicester og West Ham og mikið af meiðslum mikilvægra leikmanna eru loksins jákvæðar fréttir úr herbúðum Liverpool.
Alex Oxlade-Chamberlain er nefnilega allur að braggast og hann er þannig í leikmannahópi Liverpool í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.
Það eru liðnir tíu mánuðir frá hnémeiðslum hans og nú er það stutt í hann að Jürgen Klopp telur að hann gæti hjálpað liðinu í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
BREAKING: Liverpool midfielder Alex Oxlade-Chamberlain named in Champions League squad for knockout stages. #SSN pic.twitter.com/dGRJfLX1Eq
— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 5, 2019
Liverpool mætir þýska liðinu Bayern München í sextán liða úrslitunum og fyrri leikurinn er á Anfield 19. febrúar næstkomandi.
Liverpool mátti bæta þremur nýjum leikmönnum í hópinn sinn frá því í riðlakeppninni og eru þeir Oxlade-Chamberlain og hinn ungi hollenski miðvörður Ki-Jana Hoever komnir inn. Þeir koma í stað þeirra Nathaniel Clyne og Dominic Solanke.
Alex Oxlade-Chamberlain var frábær á síðasta tímabili þar til að hann sleit krossband í Meistaradeildarleik á móti Roma.
Oxlade-Chamberlain missti bæði af úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem og heimsmeistaramótinu með enska landsliðinu.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.