Enski boltinn

Jákvæðar fréttir frá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Oxlade-Chamberlain er að koma til baka.
Alex Oxlade-Chamberlain er að koma til baka. Getty/Shaun Botterill
Eftir tvö þungbær jafntefli við Leicester og West Ham og mikið af meiðslum mikilvægra leikmanna eru loksins jákvæðar fréttir úr herbúðum Liverpool.

Alex Oxlade-Chamberlain er nefnilega allur að braggast og hann er þannig í leikmannahópi Liverpool í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.

Það eru liðnir tíu mánuðir frá hnémeiðslum hans og nú er það stutt í hann að Jürgen Klopp telur að hann gæti hjálpað liðinu í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.





Liverpool mætir þýska liðinu Bayern München í sextán liða úrslitunum og fyrri leikurinn er á Anfield 19. febrúar næstkomandi.

Liverpool mátti bæta þremur nýjum leikmönnum í hópinn sinn frá því í riðlakeppninni og eru þeir Oxlade-Chamberlain og hinn ungi hollenski miðvörður Ki-Jana Hoever komnir inn. Þeir koma í stað þeirra Nathaniel Clyne og Dominic Solanke.

Alex Oxlade-Chamberlain var frábær á síðasta tímabili þar til að hann sleit krossband í Meistaradeildarleik á móti Roma.

Oxlade-Chamberlain missti bæði af úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem og heimsmeistaramótinu með enska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×