Innlent

Sex sækja um sem for­stjóri Barna­verndar­stofu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Heiða Björg Pálmadóttir sem gegnt hefur starfi forstjóra Barnaverndarstofu undanfarið er á meðal umsækjenda.
Heiða Björg Pálmadóttir sem gegnt hefur starfi forstjóra Barnaverndarstofu undanfarið er á meðal umsækjenda. Fréttablaðið/Anton Brink
Sex manns sóttu um embætti forstjóra Barnaverndarstofu en umsóknarfrestur rann út þann 28. janúar síðastliðinn.

 

Á meðal umsækjenda er Heiða Björg Pálmadóttir sem hefur verið starfandi forstjóri Barnaverndarstofu síðan Bragi Guðbrandsson lét af störfum í fyrra.

Þá er Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, einnig á meðal umsækjenda að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins.

Umsækjendurnir eru eftirfarandi:

•    Birna Guðmundsdóttir.

•    Guðlaug María Júlíusdóttir.

•    Heiða Björg Pálmadóttir.

•    Katrín Jónsdóttir.

•    Róbert Ragnarsson.

•    Svala Ísfeld Ólafsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×