Enski boltinn

Wolves slapp með skrekkinn gegn C-deildarliði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wolves slapp með skrekkinn gegn C-deildarliðinu Shrewsbury Town en Wolves vann 3-2 sigur í endurteknum bikarleik liðanna á Molineux-leikvanginum í kvöld.

Liðin gerðu 2-2 jafntefli í lok janúar og þurfta því að mætast aftur í kvöld. Það voru ekki liðnar nema tvær mínútur er Wolves komst yfir með marki varnarmannsins Matt Doherty.

Gestirninr létu það ekki á sig fá og jöfnuðu níu mínútum síðar með marki James Bolton. Þeir komust svo yfir á 39. mínútu með marki Josh Luarent en aftur var Doherty á ferðinni er hann jafnaði metin fyrir Wolves í upbótartíma fyrri hálfleiks.

Sigurmarkið kom svo eftir rétt rúma klukkustund er framherjinn Ivan Cavaleiro skoraði eftir undirbúning hins títtnefnda Matt Doherty. Lokatölur 3-2 sigur Wolves sem er komið í 16-liða úrslit bikarsins þar sem liðið mætir Bristol á útivelli.









Tony Pulis og lærisveinar hans í Middlesbrough eru úr leik eftir 2-0 tap gegn D-deildarliðinu Newport en Newport mætir Manchester City í næstu umferð.

QPR vann 2-0 sigur á Portsmouth og annað B-deildarlið, Brentford, vann 3-1 sigur á Barnet.

Úrslit kvöldsins:

Brentford - Barnet 3-1

Newport - Middlesbrough 2-0

QPR - Portsmouth 2-0

Wolves - Shrewsbury 3-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×