Enski boltinn

Tuttugu ár frá því að Solskjær skoraði fernu á tíu mínútum af bekknum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ole Gunnar Solskjær skoraði mikið af bekknum.
Ole Gunnar Solskjær skoraði mikið af bekknum. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, bráðabirgðaknattspyrnustjóri Manchester United, var eitt sinn góður leikmaður og sérstaklega góður að koma inn á sem varamaður.

Launmorðinginn með barnsandlitið, eins og hann var kallaður, var sannkallaður ofur varamaður en hann nýtti tímann ávallt á bekknum til að fylgjast með leiknum og vissi hvað hann gat gert þegar að hann kom inn á.

Hans besta innkoma af bekknum var fyrir sléttum 20 árum síðan þegar að hann skoraði fjögur mörk á tíu mínútum eftir að koma inn á sem varamaður í 8-1 sigri Manchester United á móti Nottingham Forest á útivelli.

Þetta tímabil vann Manchester United þrennuna en Solskjær skoraði í heildina tólf mörk í deildinni þetta tímabilið. Þriðjungur þeirra kom í þessum einum og sama leik og þau öll á tíu mínútna kafla.

Þessa sögulegu innkomu má sjá hér að neðan en Twitter-síða ensku úrvalsdeildarinnar hélt upp á daginn með þessu fína myndbandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×