Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 en dæmi eru um að læknar séu sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda.

Einnig fjöllum við um ósamkomulag innan stjórnarandstöðunnar vegna formennsku Bergþórs Ólasonar í umhverfis- og samgöngunefnd. Ósamkomulagið gæti leitt til þess að hún tapi einum af þremur formönnum í þingnefndum.

Við fjöllum um 25 ára afmæli EES-samningsins, um setningarræðu Donald Trump og brottfall barna úr námi vegna lélegrar íslenskukunnáttu.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttunum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×