Innlent

Tveir í varðhaldi í umsvifamiklu fíkniefnamáli

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mennirnir eru grunaðir um innflutning á þremur kílóu af kókaíni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mennirnir eru grunaðir um innflutning á þremur kílóu af kókaíni. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/anton brink
Tveir sitja í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar lögregluliðanna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum á umfangsmiklu fíkniefnamáli, sem teygir anga sína aftur til ársins 2017.

Til rannsóknar eru sjö tilvik frá árunum 2017 og 2018 þar sem kókaín var flutt til Íslands með farþegaflugi um Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll, auk innflutnings með póstsendingum. Samtals er um þrjú kíló af kókaíni að ræða, en rannsókn lögreglu snýr enn fremur að peningaþvætti, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Tveir til viðbótar voru handteknir í aðgerðum lögreglu fyrir helgina, en þeim var sleppt úr haldi að loknum skýrslutökum. Úrskurður um gæsluvarðhald yfir hinum grunuðu gildir til 15. febrúar, en annar mannanna var handtekinn í Reykjavík og hinn á Litla-Hrauni. Sá síðarnefndi, meintur höfuðpaur málsins, var handtekinn í lok síðasta árs þegar hann kom til landsins á fölsku nafni og var í framhaldinu gert að afplána dóm vegna annarra mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×