Tvítugu Vinstri græn: Vernda eða sökkva? Elías Svavar Kristinsson skrifar 8. febrúar 2019 09:00 Í Árneshreppi ræður nú ríkjum að því er virst gæti, alræðisstjórn fimm harðsvíraðra virkjunarsinna, undir forystu oddvita sem til skamms tíma taldi sig „umhverfissinna” og tók á árum áður þátt í prófkjöri Vinstri grænna og er nú skráð sem einn af sveitarstjórnarfulltrúum þeirra. Einn í þessari sveitarstjórn hefur raunar átt heima í Reykjavík öll sín fullorðinsár, en það er önnur saga. Við sem eigum lögheimili, gerum út trillu, stundum dúntekju, eigum fasteignir og borgum okkar skatta í Árneshreppi höldum að fólkinu sem tók við völdum þar síðasta sumar geti ekki verið sjálfrátt, heldur hljóti að vera óttalegir fífuvettlingar, eins og sagt var á Seljanesi í gamla daga. Allt gengur útá að liðka til fyrir fyrirtæki í meirihlutaeigu kanadískra og svissneskra auðhringa svo það geti byggt virkjun sem bætir einmitt ekki raforkuöryggi Vestfjarða. Þeir sem ekki hallast að þessum skoðunum flýja sveitina og nú er svo komið að 12, já tólf manns hafa þar vetursetu og eru að meðaltali á ellilífeyrisaldri. Þau eru, svo öllu sé til skila haldið, fimm bændur á fjórum bæjum, þar af einn á níræðisaldri, einn traktorsviðgerðarmaður, annar veðurathugunarmaður og nokkrir ellilífeyrisþegar. Og svo hótelstjórinn og tengdamóðir hans, hóteleigandinn í Djúpavík. Hún er oddviti hreppsnefndarinnar. Oddviti þessi sagði í þætti á Stöð 2 í vikunni að virkjun myndi bjarga byggðinni. Hún var ekki beðin um að útskýra það neitt sérstaklega, en hún veit alveg að rekstur virkjunar býður ekki uppá eitt einasta starf í Árneshreppi. Það er af því virkjun yrði stýrt úr fjarlægð, úr höfuðstöðvum HS Orku væntanlega, og þær eru á Suðurnesjum. Vegir búa ekki til búsetu. Auðvitað fengi hótel oddvitans ágætan bisness á meðan starfsmannaleigur hefðu her manna á svæðinu við að skera í sundur víðernin, stífla þrjár ár og sökkva öræfunum á nokkrum árum og kannski fækkaði ekki nema um þá sem hrykkju uppaf. En hvað svo? Samkvæmt útreikningum á vegum HS Orku fengi sveitarsjóður nettó 7 milljónir, já heilar sjö íslenskra króna í fasteignargjöld af stöðvarhúsi virkjunar. Bent hefur verið á að bólginn sveitarsjóður (ef svo væri) gagnist ekki samfélagi sem flutt hefur burtu. Til hvers eru þá refirnir skornir? Getum við, sem eigum heima í Árneshreppi, höfum alist þar upp og unnum landinu fengið afstöðu ráðamanna hins tvítuga flokks sem kennir sig við umhverfisvernd og leiðir ríkisstjórn Íslands til hugmynda um að skera víðernin á Ströndum? Er þetta bara „í ferli”? Ráða ráðherrar nákvæmlega engu, þrátt fyrir titilinn? Er flokksfélögum virkilega alveg sama, bara ef flokkurinn hangir í ríkisstjórn? Höfundur er stýrimaður og býr á Dröngum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í Árneshreppi ræður nú ríkjum að því er virst gæti, alræðisstjórn fimm harðsvíraðra virkjunarsinna, undir forystu oddvita sem til skamms tíma taldi sig „umhverfissinna” og tók á árum áður þátt í prófkjöri Vinstri grænna og er nú skráð sem einn af sveitarstjórnarfulltrúum þeirra. Einn í þessari sveitarstjórn hefur raunar átt heima í Reykjavík öll sín fullorðinsár, en það er önnur saga. Við sem eigum lögheimili, gerum út trillu, stundum dúntekju, eigum fasteignir og borgum okkar skatta í Árneshreppi höldum að fólkinu sem tók við völdum þar síðasta sumar geti ekki verið sjálfrátt, heldur hljóti að vera óttalegir fífuvettlingar, eins og sagt var á Seljanesi í gamla daga. Allt gengur útá að liðka til fyrir fyrirtæki í meirihlutaeigu kanadískra og svissneskra auðhringa svo það geti byggt virkjun sem bætir einmitt ekki raforkuöryggi Vestfjarða. Þeir sem ekki hallast að þessum skoðunum flýja sveitina og nú er svo komið að 12, já tólf manns hafa þar vetursetu og eru að meðaltali á ellilífeyrisaldri. Þau eru, svo öllu sé til skila haldið, fimm bændur á fjórum bæjum, þar af einn á níræðisaldri, einn traktorsviðgerðarmaður, annar veðurathugunarmaður og nokkrir ellilífeyrisþegar. Og svo hótelstjórinn og tengdamóðir hans, hóteleigandinn í Djúpavík. Hún er oddviti hreppsnefndarinnar. Oddviti þessi sagði í þætti á Stöð 2 í vikunni að virkjun myndi bjarga byggðinni. Hún var ekki beðin um að útskýra það neitt sérstaklega, en hún veit alveg að rekstur virkjunar býður ekki uppá eitt einasta starf í Árneshreppi. Það er af því virkjun yrði stýrt úr fjarlægð, úr höfuðstöðvum HS Orku væntanlega, og þær eru á Suðurnesjum. Vegir búa ekki til búsetu. Auðvitað fengi hótel oddvitans ágætan bisness á meðan starfsmannaleigur hefðu her manna á svæðinu við að skera í sundur víðernin, stífla þrjár ár og sökkva öræfunum á nokkrum árum og kannski fækkaði ekki nema um þá sem hrykkju uppaf. En hvað svo? Samkvæmt útreikningum á vegum HS Orku fengi sveitarsjóður nettó 7 milljónir, já heilar sjö íslenskra króna í fasteignargjöld af stöðvarhúsi virkjunar. Bent hefur verið á að bólginn sveitarsjóður (ef svo væri) gagnist ekki samfélagi sem flutt hefur burtu. Til hvers eru þá refirnir skornir? Getum við, sem eigum heima í Árneshreppi, höfum alist þar upp og unnum landinu fengið afstöðu ráðamanna hins tvítuga flokks sem kennir sig við umhverfisvernd og leiðir ríkisstjórn Íslands til hugmynda um að skera víðernin á Ströndum? Er þetta bara „í ferli”? Ráða ráðherrar nákvæmlega engu, þrátt fyrir titilinn? Er flokksfélögum virkilega alveg sama, bara ef flokkurinn hangir í ríkisstjórn? Höfundur er stýrimaður og býr á Dröngum.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun